Mánaskál

12.08.2015 22:34

Þá er sælan að verða búin

Þá er sælan að verða búin, það styttist óðfluga í að Atli fari erlendis að vinna. Hann hamast og hamast við að klára sem mest áður en hann þarf að fara því næg eru verkefnin. 

Það er útlit fyrir að Atli verði ekki heima í neinum göngum, réttum eða öðru rollustússi þetta árið. Það verður eitthvað! Eins og mér finnst þetta skemmtilegur tími þá er hann líka annasamur og erfiður og það vera gengin 29 vikur er sko ekki að hjálpa til! Ég sé ekki að ég sé sjálf að fara að draga eitt einasta lamb eða hreyfa mig á nokkurn hátt hraðar en að kjaga... en það reddast! Ég verð nú að segja að þó að ég vilji alls ekki að sumarið taki enda (sérstaklega þar sem mér finnst það varla komið), þá hlakka ég rosalega til að fá féð til baka og vigta, dæma, velja ásetning og kaupa lífgimbrar emoticon

Frændur hans Atla mættu í fyrrakvöld til að koma í veiði í Laxá. Þar sem þeir áttu ekki veiði fyrr en seinnipart daginn eftir þá voru þeir drifnir út í vinnu á Sturluhóli fyrripartinn. Þeir kláruðu að rífa upp ónýtu túngirðinguna á Sturluhóli og boltuðu helling af vinklum utan á húsið.



Gísli mokaði meðfram húsinu fyrir okkur og Atli græjaði drenið og einangraði sökkulinn. Það er sko bara unaðslegt að sjá framkvæmdir komnar af stað emoticon

Í vikunni ringdi svo mikið einn daginn að Atli ákvað að vera inni að vinna í staðinn fyrir að vera úti. Hann dreif sig þá í að smíða glugga fyrir nýja "gamla hesthúsið". 




Gluggasmiður með meiru!

Það var ekki lengi verið að vippa fram fjórum gluggum og opnanlegum fögum. Ég meira að segja gat gert smá gagn en ég fúavarði gluggana. Þessum verður væntanlega smellt í húsið við tækifæri emoticon

Þórdís Katla stækkar og dafnar og missti loksins framtönn! Hún er búin að vera að bíða eftir því í dálítinn tíma.



Hin framtönnin hangir svo á lyginni svo hún hlítur að detta úr á morgun eða hinn. Þórdís Katla er að passa framtönnina sem datt úr og ætlar væntanlega að semja við tannálfinn þegar hin dettur líka.
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300718
Samtals gestir: 37182
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:05:40

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar