Mánaskál

25.01.2015 23:03

Sveitastörfin

Nú er Merle vinnukona farin frá okkur, hún er reyndar í Reykjavík framyfir helgi en svo heldur hún heim á leið. Hún hélt úti bloggsíðu á meðan hún dvaldi hérna. Þetta er allt á þýsku og ég hef ekki google translate-að þetta ennþá en ég kem því kannski í verk einhvern tímann. Hún tók skemmtilegar myndir og birti með bloggunum sínum. 

Hér er slóðin á síðuna hennar http://gluecklichesekunden.jimdo.com/mein-blog/



Merle langaði í íslenska lopapeysu svo ég Gunna "mákona" prjónaði peysu fyrir hana. Merle valdi sjálf peysuna og litina og mamma verslaði garnið fyrir mimg. Útkoman var æði og Merle var mjög ánægð með hana. 

Hún tók líka æðislegar myndir af stelpunum okkar.







Fallegi dalurinn okkar


Sönnun fyrir því að ég mokaði sjálf upp jeppann um daginn


Freyja að velta sér


Nú hefur Atli verið að heiman undanfarið svo við stelpurnar erum að redda okkur með dagleg verkefni. Við fengum nýja vinnukonu á föstudaginn en sú er Hollensk en uppalin í frakklandi. Hún var eiginlega strax sett í vinnu því ég þarf dálitla aðstoð með stelpurnar svona þegar Atli er ekki heima. Ég er þá ein um að sinna búskapnum emoticon .. en mér leiðist það nú ekkert. 

Nú um helgina er ég búin að yfirfara girðinguna sem hrossin eru í og bæta við streng ýmist undir eða yfir eftir aðstæðum. Ég er að vona að með þessu verði hægt að halda straum á girðingunni. Ég gaf svo kindunum í hlöðunni, hrossunum sem eru úti og setti rúllu inn í hesthús. Ég er ekki frá því að ég sé nokkuð sátt við þessa helgi emoticon 








Ég stenst sjaldan mátið að mynda þessar prinsessur mínar


Hófsemi undan Hvítserk og Hugsýn Kjarvalsdóttur



Aldrei undan Hvítserk og Össu Númadóttur


Þessi litla leikskólaskotta blómstrar emoticon



Nótt er mjög áhugasöm um Lopa kanínu. Ég hef ekki enn þorað að leyfa þeim að hittast laus á gólfinu en það kemur vonandi að því. Hérna er Nóttin að skoða nýjasta vin sinn í gegn um rimlana emoticon





Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 303
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 300718
Samtals gestir: 37182
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:05:40

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar