| Mánaskál | |
| 18.01.2015 17:38MyndirSíðasta vika leið mjög hratt enda upplifir maður það stundum að það séu ekki nægilega margir tímar í sólarhringnum. Það er samt bara gaman því það er ljóst að manni leiðist ekki á meðan   Það er gott að hafa nóg að gera í sveitinni. Ég fór aðeins út með myndavélina um helgina en ég er að reyna að taka mig á í myndatökum. Hrossin okkar eru á gjöf á Sturluhóli og hafa það fínt þar.  Hófsemi frá Mánaskál undan Hvítserk frá Sauðárkróki og Kjarvalsdóttur  Ég er ánægð með það hvað folöldin eru forvitin. Svo vera þessar tvær Hvítserksdætur okkar teknar inn  og gerðar bandvanar við tækifæri.  Aldrei frá Mánaskál undan Hvítserk frá Sauðárkróki og Númadóttur.  Askja kíkir á Merle vinnukonu  Askja er á öðrum vetri undan Kvist frá Skagaströnd og Númadóttur.  Vörður hennar Brynju Pálu er forvitinn Hér er hún Lovísa sem er á leið til Þýskalands, hún er ein af gestahrossunum hjá okkur.  Lovsía frá Borgarnesi  Ekta-Von frá Álfhólahjáleigu  Freyja frá Fremri-Fitjum  Ljósbrá frá Hólkoti  Ýla frá Felli er hérna lengst til vinstri en hún er ein af gestahryssunum og folaldið hennar Ljósbrár þar við hliðina. Þær elstu tvær voru ekkert að fara mikið úr heyinu þó við værum þarna      Hugsýn mín gamla  Rákin mín Við Nótt fórum svo í smá göngutúr áðan í frostinu og tókum myndavélina með    Myndavélin var líka tekin með í fjárhúsið     Þessar tvær eru í einkakró í hesthúsinu og fengu ekki að vera hjá hrút. Sú kollótta kom sér reyndar einhvern veginn í annan hrútinn um daginn svo það gæti nú verið að hún beri í vor. Fósturvísatalningar verða svo um mánaðarmótin febrúar mars en ég er mjög spennt fyrir þeim     Óvænt og Aldís (sem hefur viðurnefnið Stappa því hún er sístappandi niður fótunum). Óvænt litla kom af fjalli í september þá ekki nema ca 2 vikna gömul. Hún hefur stækkað alveg helling og verður vonandi að alvöru kind einn daginn    Já og kanínubúskapurinn gengur enn, kanínurnar eru allavega enn á lífi.    Svo bættist aðeins í fjölskylduna fyrir helgina en hann Lopi kanína kom til okkar. Hann er reyndar bara heima á Mánaskál enn sem komið er en flytur líklega í hesthúsið til hinna kanínanna síðar.  Nú styttist í að Merle fari aftur heim til Þýskalands og hennar verður saknað. Hún er búin að standa sig svo vel hjá okkur og hún er sérstaklega dugleg að leika við stelpurnar.  Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 1963 Gestir í dag: 34 Flettingar í gær: 10343 Gestir í gær: 81 Samtals flettingar: 668179 Samtals gestir: 52283 Tölur uppfærðar: 31.10.2025 08:27:42 | Eldra efni 
 Tenglar
 | 
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is