Mánaskál |
|
05.10.2014 23:47Lítið kindabloggÞað er alltaf nóg að gera í sveitinni og okkur leiðist það sko ekki. Ég hef reyndar hangið yfir bókhaldinu alla helgina við mikinn ófögnuð en í dag fór ég aðeins út því ég bara varð að komast ÚT. Ég kíkti við það tækifæri á nokkrar góðar vinkonur hér niður á túni. Þegar við fóðurbætistunnan gerðum vart við okkur komu þessar hlaupandi. ![]() ![]() Algebra er skemmtilega spök og ein af þessum uppáhalds kollóttu (þær eru nú samt næstum því allar uppáhalds). Hún átti áberandi besta gemlingslambið í fyrra og í ár átti hún líka þyngsta lambið. Algebra er undan Lagði. ![]() ![]() ![]() Veturgamla Mökk er komin í heimsókn líka ![]() Svo bættist Aþena hennar Þórdísar í hópinn Hrúturinn hennar Aþenu var settur á Þórdísi til mikillar gleði. Hann er svarbotnóttur Grámannssonur og vonandi fáum við einhver botnótt lömb undan honum í vor. Ég gaf honum nafnið Hraunar en Þórdís Katla er víst búin að nefna hann allt öðru nafni, einhverju sem hún sá í Börnunum í Ólátagarði. Kannski ætti hann bara að heita Ólátabelgur. ![]() ![]() Mökk fékk dálítla atygli í vor því hún átti mjög erfiðan burð. Hún átti gríðar stóran hrút og var smá stund að jafna sig og gekk illa að ná upp mjólk. Við brugðum á það ráð að gefa lambinu pela í nokkra daga en fljótlega var Mökk sjálf farin að spekjast og farin að líta hýru auga á pelann. Ég fór því að gefa henni mjólk líka. Þegar lambið hafði klárað sinn sopa fékk hún restina í skál og svo gekk ég alla leið og blandaði tvær blöndur, eina fyrir lambið og aðra fyrir Mökk. Ég var aðeins rög við að sleppa þeim út og setti þau því í garðinn í einn eða tvo daga. Það var æðislegt að fara út til þeirra með mjólk því ég veit eki hvort jarmaði meira á móti mér, lambið eða ærin ![]() ![]() Mökk hefur engu gleymt og er mjög spök og forvitin Hrúturinn hennar Makkar reyndist svo 43 kg í haust og viktaði 17,9 kg í SAH svo hún hefur alveg mjólkað nóg eftir þetta. Ekki eru nú allir háir eða þungir í túninu hjá mér. Þessi litla gimbur er væntanlega fædd í lok ágúst. Ég vona að hún braggist í vetur með stóru gibbunum. ![]() Mamma hennar var sónuð með tvo fósturvísa í vetur en Ásta í Veðramóti taldi að hún væri búin að láta. Hún var því sett út í vor sem geld enda var ekki annað að sjá en að hún væri tóm. Það kom því dálítið á óvart þegar þessar mæðgur mættu í réttirnar. Hún hefur því fundið sér hrút eftir fóturvísatalninguna. Það er nú svolítið merkilegt með þessa kind að sama gerðist gemlingsárið hennar. Í henni voru taldir tveir fósturvísar en svo urðum við vör við að hún væri að láta í mars/apríl. Þessi heitir Afþreying og er undan Lagði eins og Algebra en móðir hennar er undan Grábotna. ![]() ![]() Algebra var kjössuð í bak og fyrir og kunni vel við athyglina. ![]() Útsýnið úr stofunni minni er líka bara frábært.. kindur og hestar. Svona á lífið að vera ![]() ![]() Atli setti upp járnstoðir í hlöðuna til að halda uppi þakinu. Við létum burðarþolsreikna þetta og það þurfti ekki nema tæp 800 kg af járni til að halda þessu uppi en það hafa engar stoðir verið undir þakinu í fleiri ár. Næstu dagar og vikur fara líklega í að halda áfram að gera tilbúið á Sturluhóli fyrir kindurnar okkar. ![]() Það stóð ekki til að kaupa fé í ár en svo frétti ég af sveitungum sem voru að fara á Snæfellsnesið að sækja sér gimbrar. Þá var nú ansi freistandi að kaupa sér nokkrar og fá þær heimsendar ![]() ![]() Gimbrarnar eru allar hvítar og hyrndar (engar kollóttar til), ein er undan Guðna (og fær nafnið Systir), ein undan Garra, tvær undan Snævarssyni, ein undan Grábotnasyni og ein undan Prúðssyni. Ég bíð spennt eftir að sjá þessar skjátur mínar ![]() Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 151 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377704 Samtals gestir: 43315 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is