Mánaskál

30.07.2013 21:41

Hryssurnar fengnar og eldhúsið tilbúið

Það var sónað frá Hvítserk frá Sauðárkróki í dag og við stelpurnar fórum að fylgjast með. Það er stutt síðan ég fór með hryssurnar okkar til hans og því átti ég alveg eins von á að þær væru ekki fengnar eða með of lítið fyl til að það sæist. 








Assa var sónuð með 23 daga fyli og Hugsýn með 16 daga fyl svo við erum bara sátt emoticon Ég fór svo bara heim og sótti Atla og hestakerruna og við tókum hryssurnar og folöldin heim. Folaldið hennar Össu er rosa fallegt en vá hvað Hugsýnar sonurinn er rólegur og knúsulegur. Hann leyfir manni alveg að klappa sér í bak og fyrir, það er sko ekki mikið stressið á þeim bænum. 

Þar sem hryssurnar og folöldin eru komin heim í tún verður myndavélin örugglega eitthvað á lofti á næstu dögum.

Ég tók loksins myndir af nýja eldhúsinu mínu! 



Eldhúsið mitt fyrir


Búið að rífa innréttinguna


Búið að rífa vegginn inn í borðstofuna


Allt á hvolfi


Eldhús eftir breytingu


Eldhúsið teygir sig inn í borðstofuna


Þegar klæðningin á veggnum í borðstofunni var rifinn kom í ljós gamall panill sem fékk að halda sér.

Við erum voða ánægð með breytinguna á eldhúsinu enda skápaplássið ólíkt meira nú! 

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377704
Samtals gestir: 43315
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar