Mánaskál |
|
01.07.2013 18:28Sumarið flýgur áframJæja það er ekki seinna vænna en að gera grein fyrir því hvað er helst í fréttum úr sveitinni. Síðasta færsla var úr sauðburði í maí! Þetta gengur nú bara ekki lengur. Í byrjun júní fórum við til Spánar í sumarfrí með foreldrum Atla, systrum hans og fjölskyldum. Við vorum með tvær íbúðir á leigu í Torrevieja og höfðum það ansi gott. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og allir nutu ferðarinnar. Það var svolítið óþægilegt að fara frá öllu hérna í sveitinni á þessum tíma þar sem lömbin voru enn lítil og folöldin á leið í heiminn. Við vorum svo rosalega heppin að Linda vinkona mín var til í að flytjast búferlum í sveitina á meðan við vorum fjarverandi. Hún ásamt dóttur sinni og Íslensku fjárhundunum Orra og Hökka höfðu það sko bara fínt í sveitinni á meðan ![]() Það voru ekki teknar mjög margar myndir í ferðinni þar sem ég tók ekki myndavél út en svo missti ég mig á síðustu dögunum og keypti mér nýja svo eftir það var myndavélin á lofti. Ég er þó með eitthvað af myndum í símanum mínum sem eiga eftir að bætast við myndaalbúmið á síðunni. ![]() Hverfið okkar, útsýnið frá svölunum ![]() Þórdís Katla ![]() Úti að borða ![]() Höfrungasýning í Mundomar garðinum ![]() Atli og Þórdís ![]() Þórdís fann sjóræningja Heima á Íslandi var Linda Björk að færa hross á milli hólfa og gera og græja. Kindurnar okkar fengu heimsókn frá henni og Ellen Katrínu daglega að ógleymdum fóðurbætinum! ![]() Kindurnar fengu svo auðvitað heimsókn þegar við komum heim. Hér er Aska með gimbrina sína undan Prúð (tvílembingur). ![]() Afríka ættleiddi hrútinn hennar Ösku þar sem hennar lamb drapst í burði. ![]() Hér er svo sparigimbur undan Streng sem vonandi kemur flott af fjalli í haust. Bæði folöldin sem við áttum von á komu í heiminn á meðan við vorum í sólinni á Spáni. Ég átti von á að Hugsýn myndi kasta á meðan við vorum úti og Linda fylgdist sérstaklega vel með henni en viti menn allt í einu var Assa köstuð! Hún átti brúnstjörnótta hryssu með hvítt á báðum afturfótum undan Kvist frá Skagaströnd ![]() ![]() ![]() ![]() Hugsýn kastaði svo þrem dögum síðar eða 10. júní brúnskjóttum blesóttum hesti. ![]() ![]() ![]() ![]() Svo dugar mér ekki að eiga hesta og kindur, ég fékk nýjan hund fyrir nokkrum dögum. Fyrir valinu varð Australian Shepherd frá Heimsendahundum. Tíkin sem ég valdi mér er svört þrílit og heitir Heimsenda Sumar Nótt og er fædd á sumardaginn fyrsta. Ég sótti Nótt til Reykjavíkur í síðustu viku og henni gengur ágætlega að aðlagast nýjum heimkynnum og mér að vera komin með "barn" á heimilið. Þar sem ég er enn ekki komin í frí stendur Atli vaktina á daginn enda er hann svosum vanur að "lenda í öllu" sem viðkemur áhugamálunum mínum. Hann er ótrúlega þolinmóður við mig blessaður ![]() Þessar myndir af Nótt eru fengnar að láni frá ræktandanum ![]() ![]() ![]() ![]() Af mér er svo helst að frétta að meðgangan gengur vel. Ég er gengin tæpar 35 vikur svo þetta fer allt að skella á! Ég tók við nýrri stöðu í vinnunni minni og gerði þar með breytingar á sumarfríi og fæðingarorlofi. Leikskólinn hennar Þórdísar lokar eftir þessa viku en ég er að vinna til 1. ágúst. Ég er svo heppin að vera búin að finna stelpu sem ætlar að koma til okkar og sjá um Þórdísi á meðan ég er að vinna svo Atli hafi vinnufrið á daginn líka. Ég vona að Þórdís og Signý verði ánægðar með hvor aðra. Ég er líka búin að stytta fæðingarorlofið mitt og ég geri ráð fyrir að þurfa einhverja pössun fyrir litla barnið áður en það kemst inn á leikskóla. Hugsanlega þarf ég Au pair eða einhverja álíka stelpu til að flytja inn á heimilið. Ég hef ágætann tíma til að finna út úr því en ég tek glöð við ábendingum ef einhver veit um góðan kandiat. Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 2 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377555 Samtals gestir: 43310 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is