Mánaskál |
|
16.10.2012 20:54ÓtitlaðHéðan er allt gott að frétta og ég er að reyna að standa við að skrifa fréttir reglulega. Þar sem ég á núna meiri búfénað en áður verða væntanlega "fréttir" oftar ![]() Við erum nú strax orðin það miklir "bændur" að við eyddum síðasta laugardagskvöldi í fjárhúsinu að gefa ormalyf. Þetta var reyndar bara ágætis laugardagskvöld hjá okkur og Þórdís fékk að heimsækja strákana á Neðri-Mýrum sem hún fær aldrei nóg af. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Atli er duglegur í skemmunni sinni eins og alltaf og hann var að steypa í gaflinn það sem brotnaði úr veggnum forðum, þegar sagað var fyrir skemmuhurðinni. ![]() ![]() ![]() Þórdís Katla fer stundum út í skemmu til pabba og um helgina var hún eitthvað þreytt og lagði sig á þessum forláta gestabedda sem við fundum á háaloftinu um daginn. Hún steinsofnaði og til að geta haldið áfram að saga skelltum við á hana heyrnahlífum á meðan hún kláraði blundinn sinn. Hún rumskaði ekki þessi elska, enda stundum lík mömmu sinni, sem gæti sofið allt af sér ![]() ![]() ![]() Svo verð ég að tala aðeins um hann Týra minn svo hann gleymist ekki í spenninginum fyrir að finna sér nýjan hund. Svona fyrir ykkur sem minnist alltaf á það hvað hann sé feitur.. svona er hann nú nettur ef það er búið að bleyta feldinn hans! ![]() ![]() Hann Þórshamar Týri er nefnilega ekki eins feitur og hann lítur út fyrir að vera ![]() Svo ég spjali nú aðeins meira um þessar skjátur mínar sem ég er svo ánægð með þá er ég búin að velja nöfn á þær allar. Svona til að passa upp á að ég sé örugglega með nógu mikið af seremóníum í kring um sauðfjárbúskapinn (dekurdýrin) þá valdi ég mér þema og þessi árgangur fékk allur nöfn sem byrja á A. ![]() Afríka - Arabía - Alein - Alþýða - Aska - Afþreying - Atvinna - Alvara - Andrá - Aukning - Aðdáun - Algebra - Askja - Auðn - Arna Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 2 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377555 Samtals gestir: 43310 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is