Mánaskál |
|
15.02.2012 06:04Fréttir frá BudapestTíminn flýgur hérna í Budapest! Það er ekki hægt að segja annað en að fjölskyldan hafi það ósköp gott. Ég reyni að vinna í lokaverkefninu mínu en það er stundum erfitt að halda einbeitingunni. Verkefnið þokast áfram og skil eru í apríl svo ég þarf að fara að haska mér. ![]() Hótelgarðurinn í vetrarbúningi Þórdís Katla er hress og kát en þó verður þreytandi til lengdar að umgangast bara fullorðna. Á hótelinu okkar virðast ekki vera börn, allavega höfum við ekki hitt þau. Við sjáum stundum börn á leikvöllum úti en Þórdís vill ekki reyna að leika við þau þó maður sjái að hún hafi mikinn áhuga á þeim. Ég er búin að prufa að auglýsa eftir íslensku barnafólki hérna í Budapest en ég veit að Íslendingar hafa verið duglegir að sækja nám hingað, en leitin hefur ekki skilað neinu. Það styttist í að við förum héðan en það eru ekki nema ca tvær vikur núna. Heimferðinni okkar seinkaði samt því við förum til Hamborgar í Þýskalandi í sex vikur um næstu mánaðarmót. Þórdís Katla er farin að tala við vinkonur sínar í gegn um Skype svo vonandi finnur hún minna fyrir vinaleysinu hérna úti. Þær vinkonur voru báðar hálf óframfærnar í fyrsta símtali en ég er nú viss um að það jafni sig og þær verði farnar að blaðra um heima og geyma innan skamms. ![]() ![]() Þórdís Katla að borða snjó ![]() ![]() ![]() Við erum búin að finna íbúð rétt fyrir utan Hamborg við smábæ sem heitir Buxtehude. Þaðan er stutt að skreppa yfir til Hamborgar ef maður vill. Við erum núna að leita að bíl í Þýskalandi en við erum að hugsa um að kaupa okkur nýjan bíl þar. Skodinn okkar er því til sölu! ( http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=1&cid=250093&sid=247423&schid=28c32743-da1b-4893-ba73-ac48b4eec020&schpage=1 ) Ég verð með svefnsófa ef einhver vill kíkja í heimsókn! Ég var að fikta í hrossahluta heimasíðunnar. Er búin að bæta inn upplýsingum um Össu, Gleði og Orðu. Það á eftir að draga til tíðinda á þessari síðu fljótlega! Ég er alltaf að brasa eitthvað ![]() ![]() ![]() Assa með folaldið sitt undan Ás frá Ármóti ![]() Gleði undan Hilmi frá Sauðárkróki ![]() Orða Sindri á Neðri Mýrum er að sinna hrossunum mínum heima. Þar er jörð auð en girðingar eru illa farnar vegna fannfergisins sem var framan af vetri. Vonandi verður ekki eins mikið af snjó seinni hluta vetrar. Við erum svo farin að spá í framkvæmdir vorsins en það stendur til að girða og rækta upp! ![]() Ég hlakka til að koma heim og taka reiðhestana undir hnakkinn. Ég er farin að hugsa um hestaferð í sumar og auðvitað stóðréttirnar í haust! Ég var að búa til facebook síðu fyrir hestaferð/stóðréttir og ætla að reyna að fara í léttann business í hestatengdri ferðaþjónustu. Það er ekki frá því að ég sé orðin ansi spennt! Ég fer bara alveg á flug að skoða myndirnar frá þessu, þetta er svo rosalega skemmtilegur tími ![]() Fleiri myndir komnar í Budapest albumið! Kveðjur frá Budapest! Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 2 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377555 Samtals gestir: 43310 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is