Mánaskál |
|
26.01.2012 22:30Budapest vika 2Héðan er allt gott að frétta af okkur. Lífið er ljúft og veðrið ansi fínt ![]() Ég er búin að vera aðeins duglegri með myndavélina svo ég hef nokkrar myndir til að sýna. Ég setti líka slatta af nýjum myndum í albumið Budapest. ![]() ![]() Við erum búin að fara aðeins í skoðunarferðir um borgina. Síðustu helgi fórum við út í eyjuna sem er hérna á Canalinum sem rennur í gegn um borgina. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Við fórum svo í Museum of transport og kíktum á lestar og fleiri skemmtileg farartæki. ![]() ![]() ![]() Þórdís Katla er að verða algjör selur. Hún fer helst í sund á hverjum degi og er að verða rosalega dugleg. ![]() ![]() ![]() Við fórum í dýragarð í vikunni. Þetta var fínasti dagur og veðrið lék við okkur. Garðurinn hafði mörg dýr og kom mér eiginlega á óvart því í fyrstu virkaði hann ekkert rosalega stór. Ég veit ekki alveg hvor skemmti sér betur ég eða Þórdís Katla, þetta var allavega mjög gaman. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Núna í vikunni fórum við út seinnipartinn í göngu meðfram ánni sem rennur í gegn um borgina. Útsýnið er hrikalega fallegt þegar farið er að dimma og myndir ná eiginlega ekki að fanga það. Hér eru margar fallegar byggingar og bara æðislegt að rölta um miðbæinn að kvöldi. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Í kvöld fórum við út að borða á veitingaghús sem er í göngufæri við hótelið okkar. Staðurinn leit vel út en maturinn var hrikalegur. Frekar skondið kvöld eiginlega. Ég er enn ekki að fatta matinn sem var boðið upp á þarna en þjónustan og allt var tipp topp, eftirréttirnir voru fínir en aðalréttirnir voru mikil vonbrigði. Þórdís fékk gasblöðru og eftirrétt með flugeld ofan á svo þetta var ekki alslæmt ![]() Fullt af myndum í albumi! ![]() Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 2 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377555 Samtals gestir: 43310 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is