Mánaskál |
|
27.11.2011 21:41Fyrsti sunnudagur í aðventuÞá er aðventan gengin í garð og vonandi verður hún bara notaleg og fín. Veðrið hefur verið mjög gott undanfarið og vonandi verður það gott áfram. Það spáir reyndar einhverjum leiðindum í þessari viku en það er bara spá, þarf ekki endilega að hafa neitt með veðrið að gera ![]() ![]() ![]() Það er allt gott að frétta úr sveitinni, bæði af mönnum og dýrum. Hver vikan á fætur annari hverfur og kemur aldrei aftur. Nú styttist óðfluga í jólin og ég ætla sko að hafa það gott að aðventunni þar sem nú eru engin jólapróf að plaga mig! Ég er að vinna í lokaritgerðinni minni en það er ekki sama pressan og þessi blessuðu desemberpróf. Ég reyni samt að nýta dagana og komst t.d. aðeins áfram með verkefnið í síðustu viku ![]() Ég er á leið suður í höfuðborgina í þessari viku ef færð og veður leyfa. Þetta verður nú bara stutt stopp en sjálfsagt vel nýtt eins og gerist yfirleitt þegar dreifbýlistúttur koma í bæjarferð. Eins og áður verða bæði Þórdís Katla og Týri með í för. Við Þórdís Katla áttum frábæra helgi saman sem hófst á piparkökubakstri í leikskólanum á laugardagsmorgni. Þórdís Katla mætti í nýja jólasveinakjólnum sem amma og afi í Hveró voru að gefa henni. ![]() ![]() ![]() Seinnipartinn var svo kveikt á jólatrénu á Skagaströnd og við Þórdís Katla mættum þangað líka. Við látum okkur sko ekki vanta þangað sem von er á að jólasveinar láti sjá sig! Þórdís sofnaði í bílnum á leiðinni þangað og var hálf stúrin þegar við fórum út.Hún var lengi vel hálf feimin en svo þegar hún fann vinkonu sína af leikskólanum varð þetta rosalega gaman! Þær leiddust saman í kring um jólatréð.. algjörar dúllur! Birgitta vinkona þeirra var líka á svæðinu en hún er fótbrotin svo hún þurfti að horfa á. Jólasveinarnir komu svo í heimsókn og gáfu börnunum poka með gotteríi og gengu í kring um jólatréð. Við leigðum okkur svo eina DVD og sátum saman á laugardagskvöldi og horfðum á Rio og fengum laugardagsgotterí ![]() Þórdís Katla og Sigríður Kristín Í dag fórum ég svo í eftirlitsferð, bæði í rafstöðvarhúsið og upp að inntakinu og það lítur allt glymrandi vel út. Ég hafði með mér myndavélina og tók nokkrar myndir í leiðinni. ![]() ![]() ![]() Þórdís kom svo með mér að líta á hrossin og hún fékk far á snjóþotu sem var sko æðislegt að hennar mati! Hún skemmti sér konunglega á þotunni á sinni á meðan mamma dró. ![]() ![]() hrossin komu á móti okkur Þegar vi'ð komum til hrossanna varð myndavélin mín rafmagnslaus ![]() Ég ákvað að taka hana Grímu og Bratt fósturson hennar heim í dekur. Það er svo gott að eiga við hana Grímu að ég labbaði bara út í stykki með múl og sótti hana og Bratt og labbaði með þau heim. Síðan sótti ég traktorinn og náði mér í eina rúllu út í stæðu og opnaði fyrir þau. Þetta gat ég sko allt sjálf og er ógurlega montin ![]() ![]() ![]() Ég myndir af hrossunum við fyrsta tækifæri! Nú styttist í að ég fari að taka Drunga og Vöku á hús og hlakka ógurlega til! Bóklegi hlutinn af knapamerkjunum er búinn svo nú er ég tilbúin í verklega jíhaaa ![]() ![]() Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 151 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377704 Samtals gestir: 43315 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is