Mánaskál |
|
31.08.2011 21:18Haustið er að skella áJæja þá er þetta sumar nú eiginlega á enda þó að haustið sé nú ekki alveg komið samt. Það er nú bara allt í lagi þar sem sumarið var gott að það er margt að hlakka til haustsins líka. Þórdís er alsæl á leikskólanum þó að það sé stundum erfitt að vakna á morgnana og sérstaklega erfitt fyrir mömmuna að þurfa að vekja hana. En við þurfum víst að mæta á ákveðnum tíma svo það er ekki í boði að kúra frameftir á morgnana. Atli fer líka snemma á fætur til að sinna störfunum hérna heima en þessa dagana er það rafstöðin sem á hug hans allan. Rafstöðin er orðin samsett í rafstöðvarhúsinu fyrir neðan bæ og framhaldið er mjög spennandi. Atli prufaði stöðina fyrir nokkrum dögum og gat notað hana til að kveikja á ljósaperu svo hún er allavega farin að skila rafmagni. Núna er unnið að því að koma rafmagninu inn í hús svo stöðin geti farið að kynda fyrir okkur ![]() ![]() ![]() Þórdís Katla leikskólastelpa. Eins og flestir kannski vita þá kom tökulið frá sjónvarspsþættinum Landanum til okkar í þarsíðustu viku og fékk að vita aðeins meira um okkur og hvernig stóð á því að við fluttum af suðvesturhorninu og hingað í Laxárdal. Hér er auðvitað bara gott að vera og maður var farinn að eltast við að koma hingað í öllum frístundum og því var mjög freistandi að fara bara norður. Það er skemmtilegt frá því að segja að við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þættinum. Fólk hefur stoppað okkur á förnum vegi, hringt og sent póst. Fólki finnst þetta greinilega aðdáunarvert að ungt fólk taki svona ákvörðun og ansi marga hefur dreymt um að gera eitthvað í þessa veru. Atli er búinn að fá símhringingar um sjónvarpsskilyrði og rafstöðina og leiðist það nú ekki að fá fólk í heimsókn gagngert til að skoða rafstöðina hjá honum ![]() Hér er hægt að sjá þáttinn: http://www.ruv.is/frett/ungt-par-i-eydidal Af hrossunum er allt gott að frétta. Drungi og Vaka eru komin heim eftir tvær ferðir yfir Kjöl. Drungi kom rosalega flottur til baka, ótrúlega spengilegur en Vaka auðvitað enn feit en þó var heilmikið farið af henni við hlaupin. Vaka var ekkert notuð en fékk bara að hlaupa með á meðan Drungi stóð sig víst vel í ferðinni. Núna styttist í göngur og stóðréttir svo ég tók mig til í dag og hreyfði öll reiðhrossin sem voru búin að fá smá pásu. Við þurfum að æfa okkur aðeins fyrir smölun svo ég geri mig ekki af fífli ![]() Síðustu helgi fengum við góðan hóp af fólki í heimsókn en það var búið að rukka ansi lengi um fjölskylduhátíð sem hingað til hefur verið nefnd Dalalíf innan fjölskyldunnar. Frænkurnar mínar komu í dalinn ásamt fríðu föruneyti og hér var slegið upp tjaldbúðum á hlaðinu, grillað, leikið og sungið og allir skemmtu sér frábærlega. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Mér heyrðist á hópnum að þetta yrði klárlega endurtekið enda var þetta bara gaman og veðrið var algjörlega á okkar bandi. Núna er ég farin að telja niður í stóðréttirnar sem verður örugglega rosalega gaman líka. Ég var að heyra að Paparnir myndu spila á balli aftur en ég hef ekki fengið það staðfest opinberlega, ég vona innilega að það sé rétt! Ballið í fyrra með Pöpunum var snilld ![]() ![]() Annars er allt gott að frétta af fjölskyldunni á Mánaskál. ![]() Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 151 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377704 Samtals gestir: 43315 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is