Mánaskál

27.07.2011 20:32

Myndir

Enn gengur vel hjá Grímu og Bratti. Ég var að setja myndir af þeim í myndaalbumið en ég læt nokkrar fylgja með hérna,


Gríma og Brattur komast út á tún í frelsið:


.. það var svo gott að komast út úr garðinum og finna sér stað til að velta sér




... og svo var hlaupið







Í kvöld fannst mér þau svo sæt saman hérna við lækinn að ég hljóp út með myndavélina og tók nokkrar af þeim saman. Það er gaman að þessari hryssu, hún er spök og þægileg í umengni en laus við frekju. Svo er hún líka hagaljómi, faxprúð og falleg og það er ekki laust við að mig langi bara ekkert að skila henni.

Brattur hvílir sig í öruggu skjóli Grímu







Annars er allt gott að frétta héðan úr Laxárdalnum. Verslunarmannahelgin fer að skella á og þar með kærkomin þriggja daga helgi þar sem síðasta helgi var alveg laus við það að geta talist frí. Ég vona að ég fái skemmtilegt útreiðaverður um helgina því til stendur að reyna að brúka reiðhrossin duglega. Ég hef ekkert farið á bak síðan Birta veiktist þar sem það hefur verið nóg að gera í því umstangi.

Þangað til næst.. bestu kveðjur úr dalnum


Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377704
Samtals gestir: 43315
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar