Mánaskál |
|
28.02.2011 21:39Febrúar á endaÞá er enn einn mánuðurinn liðinn, alveg merkilegt hvað tíminn hleypur frá manni. Ég er loksins búin að setja inn myndir sem áttu að vera löngu komnar, sumar eru meira að segja orðnar þónokkuð gamlar. Við Þórdís Katla skelltum okkur í heimsókn í hesthúsið til Elsu í Mosfellsbæinn og tókum nokkrar myndir. Svo ætla ég að fara á bak hjá henni með hækkandi sól.. er meira að segja búin að frétta af pöbb í reiðfæri í mosfellsdalnum.. hljómar vel ![]() ![]() Þórdís tekur hesthúsið út ![]() Elsa hleypir út ![]() Þórdís og Brandur hennar Elsu ræðast við Myndirnar úr afmælisveislunum hennar Þórdísar Kötlu eru komnar í myndaalbumið, set nokkrar hingað inn líka. ![]() Frænkurnar skoða saman spil ![]() ![]() Sveinbjörg með Kormák litla Tinnu og Garðarsson og Tinna Lind er með Bjarka Rúnar Lólýjar og Kidda son ![]() ![]() ..ohhh vá nammi á kökunni ![]() .. afhverju má ég ekki borða það núna! ![]() .. fullt af fínum gjöfum ![]() ![]() tveir frændur ![]() Þórdís Katla blés á kertin alein ![]() .. stuð! ![]() Alexander og Christian búnir að finna dótaherbergið ![]() Síðustu helgi var mikið að gerast í Mánaskál. Atli var alla vikuna fyrir norðan að dunda sér. Stefnir snillingur kom til hans í vikunni og hjálpaði honum. Rúnar smiður frá Keldunúpi kom svo á fimmtudegi, Þorbergur, Konný og Pálína komu svo til okkar á föstudegi. Við Þórdís Katla komum líka norður á föstudeginum. Þessa helgi var unnið stanslaust eins og Atla er einum lagið. Upp reis þessi líka fíni kofi fyrir rafstöðina okkar. ![]() ![]() ![]() Stefnir var rosa flinkur á söginni ![]() Kapellan svokallaða ![]() ![]() ![]() ![]() Traktorinn að verða fínn eftir sprautun og fleira hjá Atla ![]() ![]() Húsið að verða tilbúið. Húsið var ekki klárað í þessari ferð en eftir er að klæða það með viðarklæðningu og skella torfi á þakið ![]() Hryssurnar mínar hafa það fínt og rjúka úr hárum, mér finnst það eiginlega alveg óþarfi svona í febrúar en væntanlega hefur þetta endalausa hlýja veður áhrif á það. Merarnar eru missverar og Birta mín vinnur alltaf þessa keppni. ![]() Bylting og Birta.. ætli það séu ekki örugglega farþegar þarna? ![]() Vaka er með vömb líka þó hún sjáist ekki vel þarna, en það er svosum nóg af holdi á þeim öllum.. ekki bara um þær miðjar! ![]() Hugsýn aldursforsetinn.. loðinn eins og loðfíll. Hún var sónuð með fyli og vonandi kastar hún í Júní ![]() ![]() ![]() Atli og Stefnir skiptu um síðustu glugganan í húsinu en nú eru glænýjir og fínir gluggar allan hringinn. Énn á þó eftir að smíða í kring um tvo glugga á framhliðinni. Kærar þakkir fyrir helgina og aðstoðina félagar! Alltaf velkomin í heimsókn ![]() Á morgun ætla ég að skreppa í heimsókn til Ylfu austur í Landeyjar að kíkja á Drunga minn sem er þar í góðu yfirlæti. Mér skilst að hann sé gott hestefni og ég hlakka til að kíkja á kappann. Vonandi næ ég einhverjum myndum af honum líka. Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 2 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377555 Samtals gestir: 43310 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is