Mánaskál

24.07.2010 20:15

Fréttir úr sveitinni

blogg er bara stutt og laggott, aðallega til að láta vita að það er kominn slatti af nýjum myndum í albumið okkar emoticon Sumarfríið flýgur áfram hjá okkur Þórdísi Kötlu. Mamma og pabbi eru með okkur á Mánaskál og eru búin að vera í nokkra daga. Veðrið hefur leikið við okkur síðan fríið hófst og ekkert lát er á blíðunni. Heyskapur er hafinn þrátt fyrir smá byrjunarörðuleika með sláttuvélina. Suðurtúnið er í þessum skrifuðu orðum sjálfsagt orðið slegið. Pabbi bjargar heyskapnum þetta árið því Atli er annað árið í röð erlendis þegar heyskapurinn bankar upp á. Hann er svo endalaust duglegur þessi maður að leggja það á sig að vera úti að vinna í 50°C plús!! Hann fær sko gott knús þegar hann kemur heim!!! Ég er að reyna að vera dugleg að gera eitthvað í fríinu og er nú þegar búin að bera á nýja tréverkið á húsinu, mála annað svefnherbergið og er að byrja á girðingavinnunni sem eftir er í nýjahestastykkinu okkar.

Fleiri myndir í myndaalbuminu!!






kyssa pabba!!

Þetta

Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377555
Samtals gestir: 43310
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar