Mánaskál

12.07.2010 21:41

Hitt og þetta

Atli fór til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadænum snemma á föstudagsmorgun. Það var nú hálf erfitt að horfa á eftir honum og honum þótti heldur ekki auðvelt að fara. Hann ætlar að vera þarna í nokkrar vikur og okkur Þórdísi Kötlu hlakkar mikið til að fá hann heim emoticon Ferðalagið tók ansi marga klukkutíma, uþb 10 klst í flugi og millilending í London með tilheyrandi bið og hann var auðvitað mættur snemma í Leifstöð líka. Þegar hann loksins er lentur í "Langtíburtistan" fær hann að vita að það er stutt í að vaktin hans byrji.. frábært! Engin hvíld eftir flugið og beint á 12 tíma vakt. Ég fékk skilaboð frá honum seinnipartinn á laugardag en þá var hann fyrst að komast í hvíld upp á hótel. Duglegur þessi maður!!

Við mæðgur ásamt Sömbu fórum norður í Mánaskál á föstudaginn.Ferðin gekk mjög vel en það er alltaf gott að vera kominn á leiðarenda. Lólý og fjölskylda auk vinafólks gistu aðfaranótt föstudags í húsinu en það er bara fínt að fólk geti notfært sér aðstöðuna. Þau voru öll á leið á fótboltamót á norðurlandinu.


Samba komin í sveitina

Amma og afi í Hveró komu ásamt Ásu og Axel í Mánaskál á föstudagskvöld með nýja sófann í stofuna. Mamma keypti nefnilega svefnsófa því oft veitir ekki af að hafa gistipláss í sveitinni. Núna fjölgaði "herbergjunum" semsagt um eitt og fjölgar vonandi um 2 í viðbót þegar við klárum kjallarann sem verður vonandi í vetur emoticon Þessi sófi er svosum ekki frásögu færandi nema að það var útlit fyrir það á tímabili að sófinn yrði til eilífðarnóns í stiganum, upp ætlaði hann ekki blessaður fyrr en einhverjum datt í hug að taka hann í sundur hehe. Ég var farin að sjá fyrir mér að þurfa að saga sófann í tvennt eins og í Friends í gamla daga eða að saga handriðið frá sófanum til að losa hann emoticon  En upp fór gripurinn og sómir sér bara vel í stofunni okkar.




Á laugardaginn vorum við Þórdís að dunda okkur við að girða pínulítið og færa hrossin á milli hólfa. Þórdís er alveg hestasjúk og verður líklega til "vandræða" þegar hún stækkar. Hún er nú þegar farin að stinga af til að fara til hestanna emoticon hún hlustar sko ekkert á mömmu sína þegar hún reynir að útskýra að við erum búin að tala við hestana og við förum aftur seinna.. isss.. hún fer þá sko bara sjálf! Algjör perla þessi stelpa emoticon

Ég er að reyna að vera dugleg að taka myndir handa Atla svo hann missi af sem minnstu. Ég var því að búa til sér myndaalbum fyrir hann með myndum af Þórdísi sem vonandi verður stúfullt af skemmtilegum myndum á næstu dögum.


Haaaa..








Góða nótt pabbi minn emoticon

Þórdís er komin í sumarfrí frá dagmömmunni en ég aftur á móti ekki fyrr en eftir þessa viku. Þá er nú gott að eiga góða að. Jenný og Konni pössuðu dömuna í dag fyrir mig, hún ætlar svo að fara til Lólýjar og co á morgun og svo til ömmu og afa í Hveró þar á eftir. Hún er sko öllu von hún Þórdís, vanhirt og flækingsdýr á köflum emoticon  nei nei henni finnst þetta bara skemmtilegt og þroskandi.

Hrossin hafa það gott og Fengur hefur enn verkefni fyrir höndum. Birta var í hestalátum aftur núna svo ekki hefur hún fest fang um daginn en ég sá ekki neitt í gangi hjá Vöku. Ég hef ekki orðið vör við að Hugsýn hafi farið í hestalæti en vonandi er eitthvað að gerast núna. Lilja, Biggi og krakkarnir eru á norðurleið og munu pottþétt fylgjast vel með þessum málum fyrir mig.


frekar merkileg sjón.. Bylting bregur fyrir sér 5. gírnum!








Fengur virðir fyrir sér útsýnið




Báðar skjónurnar mínar eru hvítar milli kjálkabarðanna.. Bylting


.. og Hugsýn


Birta alltaf að glenna sig emoticon



Næstu helgi er Húnavaka á Blönduósi og við Þórdís ætlum að mæta galvaskar á krakkadagskrána. Ása María stefnir á að koma til okkar og okkur langar ógurlega mikið á Sálarballið en fyrst "barnapían" mín er í Abu Dhabi þá veit ég ekki hvernig það gengur. Ása er þó að reyna að redda okkur barnapínu af svæðinu emoticon Ég vona bara að ef við höfum það af að komast á ball að við verðum ekki áberandi "gamla liðið" á ballinu sem enn er að mæta hehehehe það er nefnilega ekki nema 16 ára aldurstakmark.

Fleiri fréttir og myndir síðar

******************************************************************************************************************
Systursonur Sömbu er í heimilisleit.
Hann Kersins Svarti Pétur sem er undan Þórdunu Séra Sóma og Týru systur Sömbu sem er eins og hún á litin, útiliti og hegðun!. Séra Sómi er undan frægu mórauðu Eyju og Pabbi Týru er einnig undan sömu mórauðu tík svo það er mikið mórautt blóð í þessum hundi. Í gotinu hans fæddist einn mórauður hundur sem býr hjá Helgu og heitir Kersins Undramundur.


Kersins Undramundur. www.kersins.is


Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377555
Samtals gestir: 43310
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar