Mánaskál

06.07.2010 20:15

Helgarferð í sveitina

Ég dreif mig norður í sveitina strax eftir vinnu á föstudaginn enda búin að bíða alla vikuna eftir að komast í sæluna. Elsa Ýr flugvirki var samferða mér en hún er með annan fótinn í Víðidalnum á sumrin og er þar með sína hesta. Að sjálfsögðu var talað um hesta alla leiðina! Það var sko ekki leiðinlegt að hafa góðan félagskap á leiðinni.

Svenni og Sissi voru hjá Atla þegar ég kom norður og voru búnir að standa sig vel í vinnubúðunum. Svenni tók þó eftir því að Stéttarfélagið Samstaða á Blönduósi var farið að auglýsa fundi og taldi það beina afleiðingu frá því að Atli væri mættur á svæðið með þrælabúðirnar emoticon Við slóum svo upp grillveislu, á borðum var hreindýr, naut og hross. Mmmmm!

Síðastliðna viku var ansi margt gert, klárað að smíða í kring um gluggana, búið að steypa gólfið í kjallaranum og grunninn undir rafstöðvarhúsið, sníða og setja upp loftlista í "Agga" herbergi, smíða gluggakistu við nýja gluggan í því herbergi líka. Atli var líka byrjaður að setja grind utan á framhliðina til að hægt sé að klára að klæða þá hlið. Strákarnir voru þar að auki búnir að vera í girðingavinnu, allt er nú gert fyrir mig! emoticon


húsið að verða svo fínt emoticon

Þórdís Katla fór austur á Mosa með ömmu og afa í Hveró svo við Atli vorum bara ein í kotinu eftir að strákarnir drifu sig af stað á laugardaginn. Við eyddum helginni að mestu leyti í að girða fyrir neðan veg og er búið að loka girðingunni en ég mun klára að setja upp neðri vírinn sjálf. Ég vona að þetta stykki dugi eitthvað fyrir hrossin mín en þetta eru jú ferlegar sláttuvélar!


Horft heim á bæ úr nýja hestastykkinu



Fengur er búinn að vera stilltur og prúður heima við bæ að sinna hryssunum. Ég tók eitthvað af myndum af honum og hryssunum þegar ég kom með hann þar síðustu helgi en var ekki búin að koma myndunum á netið. Þær eru semsagt loksins komnar inn. Ég tók lítið af myndum þessa helgina þrátt fyrir feikinóg myndefni en ég var alltaf að glata myndavélinni en sem betur fer fann ég hana alltaf aftur.

n
Fengur mættur í Laxárdalin


.. aðeins að sýna sig fyrir dömurnar






.. og viti menn ein var til í tuskið!


... og önnur!

Atli kom svo með mér í bæinn svo ég fékk Guðrúnu í Tungu til að líta á eftir hrossunum í nokkra daga. Ég get ekki beðið eftir að komast í sveitina til að eyða sumarfríinu þar. Ég verð með næg verkefni eins og að girða, mála, bera á timbrið og fleira emoticon  Svo ætlum við Þórdís Katla auðvitað að eiga gott frí líka saman og fara í sund og göngutúra og auðvitað skoða hestana en daman er þegar farin að sýna hrossunum áhuga emoticon . Særós Ásta dóttir Lilju og Bigga ætlar að koma til mín í ágúst og það verður örugglega rosalega gaman hjá okkur. Hún verður eflaust dugleg að aðstoða mig með Þórdísi.

Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377555
Samtals gestir: 43310
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar