Það er ekki margt að frétta af okkur um þessar mundir. Atli átti þó afmæli þann 3. júní og varð einu árinu eldri. Hann ber þó aldurinn vel drengurinn
Við Þórdís Katla fórum á hátíðina Sjóarann síkáta í Grindavík í dag. Þetta er rosalega fín fjölskylduhátið þar sem mikið er um að vera fyrir börnin. Þórdís sá brúðubílinn og fannst sýningin mjög áhugaverð, sérstaklega þegar það var sungið
Ég held að við mætum klárlega aftur á næsta ári og aldrei að vita nema maður mæti með húsbílinn og verði yfir helgina.
Við Atli erum búin að komast að niðurstöðu með stóðhest fyrir sumarið. Við fáum Fengur frá Meðalfelli til okkar í sumar. Fengur er vel ættaður foli sem örugglega eftir að gefa okkur fín folöld að ári. Ég setti upp sér síðu fyrir hann undir Stóðhestur 2010. Ég fæ vonandi betri myndir af honum fljótlega.
Ég var að setja inn myndband af Þórdísi Kötlu á YouTube http://www.youtube.com/watch?v=-Km9qlv65xM bara svona til gamans. Hér er hún að æfa sig að hoppa
Þangað til næst..