Mánaskál

28.03.2010 08:13

Léttar fréttir

Lífið gengur sinn vanagang hér í Innri-Njarðvík og allir sáttir í vinnu og hjá dagmömmu. Það er farið að síga á seinni hlutann af verkefnavinnuni hjá mér í skólanum.. sem betur fer! Þetta er búin að vera rosa törn. Framundan er núna prófundirbúningur og ekki veitir af þar sem allt hefur setið á hakanum vegna verkefnavinnu. Próflok eru 6. maí hjá mér og ég bara vona það besta!

Þórdís Katla stækkar og dafnar. Úfff hún er að verða svo stór!


í nýja jakkanum sem kom frá Svíþjóð um daginn emoticon


með mynd af Birtu, Höbbu, Kára og Einari

Stelpurnar komu í heimsókn til mín á föstudagskvöld og við áttum góða stund saman. Það er alltaf gaman að kjafta frá sér allt vit! Ég fékk líka að hitta kærastann hennar Karenar svo þetta var allt voða spennó emoticon  mér leist bara vel á kauða. Á laugardagsmorgun fórum við Þórdís Katla svo í bæinn. Mamma passaði Þórdísi fyrir mig og ég skellti mér í Gust til Lilju í reiðtúr emoticon vá hvað þetta var orðið tímabært! Ég var ekki búin að fara á bak í marga mánuði. Ég fékk Vöku mína lánaða og ég var bara ánægð með hana. Hún stendur alltaf fyrir sínu. Verst hvað hún er enn horuð greyið emoticon


Hafþór á Sprungu á leið í reiðtúr

Ég kíkti svo örstutt á vetrarleikana, bara svona til að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég hef nefnilega á mínum Gustsárum aldrei farið á vetrarleikana! Það var kominn tími til að sjá hvernig þetta virkar. Ég sá að ég gæti sko alveg keppt þarna. Það eru ekkert allir einhverjir snillingar sem taka þátt. Þegar ég mætti var unglingaflokkurinn í gangi og þar var Kolbeinn hennar Lilju mættur á Kviku hennar Særósar.


Kolbeinn á Kviku í unglingaflokki

Ég vona að ég komist í myndatökuferð bráðlega. Mig langar að taka myndir af Birtu og Vöku á meðan þær eru í brúkun. Svo verður þeim nefnilega haldið undir hest í sumar. Bylting fer líka undir hest svo það verða öll hrossin mín úti næsta vetur og ég verð svo hestlaus næsta sumar í þokkabót! Mér finnst það dálítið erfitt. Ég þarf að fara að koma honum Drunga mínum í tamningu og gera úr honum hest fyrir mig.

Atli fór í gærkvöldi austur á leið. Fyrsta stopp var afmæli hjá Ægi á Selfossi og snemma í morgun átti svo að leggja af stað austur á fimmvörðuháls að skoða gosstöðvarnar. Atli og Þorbergur fóru saman á jeppanum og ég efast ekki um að strákunum muni leiðast að jeppast dálítið. Svo er örugglega mikil upplifun að komast upp að gosinu. Ég læt mér nægja að skoða myndirnar í þetta skiptið allavega.

Páskafríið fer að skella á og ég get ekki beðið! Við förum af stað eftir fermingarveislu á skírdag. Mamma og pabbi fara líka og taka Ágúst Unnar og Söndru Diljá með sér. Atli og pabbi ætla eitthvað að dunda í traktornum svo hann verði klár í heyskap í sumar. Nýju gluggarnir koma líka með í þessari ferð og þeir verða svo settir í einhverja helgina emoticon 
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377555
Samtals gestir: 43310
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar