Mánaskál

11.03.2010 23:45

Við erum á lífi!!

Vá.. nú þarf ég sko að skammast mín.. síðasta færsla 19. janúar! úfff næstum því 2 mánuðir síðan. Á þessum 2 mánuðum hefur sko margt gerst! Ég ætla að reyna að stikla á stóru og gleymi vonandi engu.

Í janúar fórum við Atli og Þórdís Katla í Mánaskál og mamma, pabbi, Ágúst Unnar og Sandra komu með í þá ferð emoticon Það var fín færð og fært upp á hlað. Við fórum með 2 drekkhlaðnar kerrur af einangrunar ull til að einangra "kofann". Atli var super duglegur þessa helgi eins og alltaf! Hann dæmdi háaloftið yfir svefnálfunni og einangraði þar og einangraði svo líka loftið yfir ganginum. Ég fór í hrossaleiðangur þar sem hrossin mín voru ekkert á leiðinni niður úr fjalli sjálf. Svo var nú líka tilgangur með ferðinni því Vaka og Birta voru á leið í bæinn.

Ég gekk frá hlaðinu á Mánaskál upp í átt að Balaskarðinu, ég var búin að koma augu á hrossin þar uppfrá. Ég labbaði með hlíðinni og fór innfyrir stóðið.. og viti menn ég komst að þeim emoticon  Ég mýldi strax Drunga og Birtu en Vaka var með varann á sér. Ég þurfti því að koma öllu stóðinu niður til að ná henni og Byltingu. Ég sleppti Drunga og ákvað að teyma bara Birtu með mér, það var gott að hafa hana í taumi ef ég þyrfti að stýra því hvert hrossin færu.. ég treysti alveg á að hún myndi koma að góðum notum. Ég fór ein uppeftir og fann sko greinilega fyrir því að mig vantaði aðstoð þegar að ég hélt að ég yrði ekki eldri við að reyna að smala stóðinu! Það var alveg sama hvernig ég reyndi að tjónka við hrossunum, og skipti ekki máli hvort þetta voru reiðhestar eða gamlar stóðhryssur.. það ætlaði enginn að fara neitt! Ég var alveg við það að henda mér í þúfurnar og öskra þegar hrossin allt í einu tóku á rás með alveg svaka látum. Það var eins og þau hafi fengið flugelda í rassinn. Elsku Birta mín ætlaði að stökkva með en sætti sig svo við að vera í taumi. Ég dáðist að því hvað hún var stillt þessi elska! Stóðið hvarf okkur úr augsýn á augnabliki og Birta var alveg spólandi en samt svo kurteis og tók varla í taum! Við drifum okkur niður á eftir stóðinu og viti menn... allt komið inn á Gerðið eins og til stóð. Þetta er sko vel upp alið stóð hjá henni Signýju minni.. merarnar rata sko "heim". Pabbi og Atli aðstoðuðu mig svo við að ná Byltingu og Vöku og við Atli teymdum svo "stóðið" okkar heim. Þau voru voða glöð með Atla þegar hann kom með rúllu fyrir þau á traktornum emoticon  Það var ekki seinna vænna en að ná þeim heim þar sem þau voru farin að leggja af. Vaka mín var grennst og eiginlega allt of grönn en það bjargaðist fyrst hún kom í bæinn og á fóðurbæti og góða gjöf.

Þórdís Katla varð 1 árs þann 2. febrúar! Fyrsta barnaafmælið var dálítið stórt í huga mömmunnar sem hafði þónokkuð fyrir þessu. Það var margt um manninn og bæði þreytt afmælisbarn og þreytt mamma sem skriðu í bólið um kvöldið. Mér finnst ótrúlegt hvað litla stelpan mín er orðin stór! Hún fékk fullt af fínum pökkum en það sem stóð upp úr að hennar mati voru blöðrurnar sem amma og afi í Hveró komu með emoticon









Það eru ennfleiri fréttir á dagskrá.. við erum nefnilega flutt í Njarðvík! Jáhá hér á bæ gerast hlutirnir hratt. Eins og allir vissu þá var útibúinu mínu hjá Kaupþingi lokað í október svo það var óvissa um starf fyrir mig innan bankans eftir fæðingarorlofið. Svo fór að mér var á endanum boðin gjaldkerastaða í nýja sameinaða útibúinu í Kópavogi en það kom upp ca 2 vikum áður en fæðingarorlofinu lauk. Þá vorum við búin að taka ákvörðun um að flytja í Reykjanesbæ. Ég sótti um starf hjá Icelandair Technical Services og viti menn ég var ráðin í 3 febrúar og hóf störf þann 8. Þegar það var búið að bjóða mér starfið hjá ITS hringdum við strax í eiganda íbúðarinnar sem okkur langaði að leigja, gengum frá málum og fluttum 6. feb. Þórdís fékk strax pláss hjá dagmömmu á Ásabrautarróló www.barnaland.is/barn/15721 og það gengur mjög vel. Við erum alsæl með þessar dagmömmur og Þórdís hefur svo gott af þessu.










furðufatadagur á Ásabrautarróló emoticon

Mér gengur mjög vel í vinnunni og kann rosalega vel við þennan vinnustað. Við getum verið samferða á morgnana en vinnum samt ekki á sömu deild svo það er engin hætta á að við fáum ógeð á hvort öðru. Bara snilld.

Okkur líkar vel lífið í Innri Njarðvík en lífið er samt dálítið svona "vinna-éta-sofa" þessa dagana, það eru viðbrigði að fara að vinna fullan vinnudag, sjá um barn, heimili og skóla! Ég fór á Akureyri í "húsmæðraorlof" fyrir hálfum mánuði sem er saga ekki fyrir viðkvæma emoticon Taki það til sín sem eiga það emoticon hehe. Fínasta helgi og ég náði meira að segja að læra eitthvað!

Það eru stórir hlutir að gerast með Mánaskál daddara.. emoticon  Við komumst loksins að samkomulagi með útlit á nýju gluggunum og þeir eru í framleiðslu þessa dagana. Við fengum Rúnar frá Keldunúpi til að smíða fyrir okkur og Atli dundar sér svo við að fúaverja gripina. Þeir eru sko rosa flottir, ég hlakka til þess þegar þeir verða settir í! Rafstöðvarframkvæmdir eru alltaf á borðinu líka. Atli teiknar og spáir og skoðar og allt það. Við vorum að fá einhverskonar loku fyrir stöðina svo hægt verði að skrúfa fyrir vatnið ef svo ólíklega vildi til að gripurinn bilaði. Rúnar ætlar svo að smíða rafstöðvarhúsið líka og það verður svo flutt norður í hlutum. Allt að gerast á þessum bæ og bílskúrinn kemur svo sannanlega að góðum notum emoticon

meira blogg síðar.. fleiri myndir væntanlegar!

Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377555
Samtals gestir: 43310
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar