Mánaskál

08.07.2009 07:02

Fréttir úr sveitinni

Það hefur gengið erfiðlega að blogga en ég netsambandið hér í Mánaskál gerist bara ekki hægara og því fara allar myndir beint í myndaalbum en ekki inn á bloggið. Ég náði loksins að setja inn síðustu færslu sem aldrei birtist. Ég setti inn myndir í albumið í gær og það tók ekki nema 6-7 klukkutíma, ég er ekki alveg viss hvenær upphalið hætti því ég fór að sofa! Mig vantar líka eitthvað af myndum sem mamma og Lólý eru með í sínum vélum. Ég bið þær að setja þær beint inn fyrir mig bráðlega.


Nú er allt að gerast!

Atli er að verða tilbúinn með suðurgaflinn undir járn, það verður rosalega spennandi að sjá hvernig húsið mun líta út. Sólpallurinn er líka að taka á sig mynd, skjólveggirnir eru komnir upp svo það verk er líka á áætlun.


Traktorinn var aðeins að stríða Atla en hann er kominn í lag aftur. Þetta var ekki stór bilun og vitað fyrir fram að það þyrfti að skipta um þetta stykki. Þegar traktorinn er kominn aftur í gagnið getur Atli haldið áfram með klæðninguna á húsinu.


Ég reyni að hestast eitthvað á hverjum degi.. og vá hvað maður finnur fyrir því þegar mamma er farin af svæðinu.. takk fyrir alla aðstoðina mamma! Atli leysir mig af í skyldustörfunum svo ég komist á bak og að dunda í hrossunum. Ég er loksins búin að fá járningu svo Birta og Drungi eru komin í stand. Það gekk rosalega vel að járna þau bæði og eiginlega vonum framar með Drunga þar sem ég hafði ekki upp á góða aðstöðu að bjóða ef hann væri ekki þægur. Ég er byrjuð að lónsera Drunga og fer að leggja við hann bráðum. Við Birta erum að skríða af stað líka, það var nú dálítið sjokk fyrir hana að eiga allt í einu að fara að gera eitthvað.. ja annað en að þiggja klapp eða eitthvað annað sem hún kýs sjálf. Ég er búin að vera að teyma hana með mér þegar ég fer á Vöku og það gengur vel. Ég er líka búin að fara tvisvar á bak á henni og ég er að verða tilbúin að fara í reiðtúr á henni en vantar fylgd af stað. Atli ætlar að redda því J


Ágúst og Sandra komu til okkar í nokkra daga. Lólý skutlaði þeim í sveitina og stoppaði sjálf í 2 daga. Ég held að krakkarnir hafi skemmt sér vel eins og alltaf í sveitinni. Þau fengu að fara aðeins á hestbak líka sem er alltaf vinsælt. Mamma og pabbi voru í Mánaskál í ca mánuð og fóru heim á leið í fyrradag. Krakkarnir fóru heim með þeim. Pabbi smíðaði handa mér lónseringar gerði / rétt J og gerði upp rakstarvélina sem hann kom með í vor. Mamma stóð sig stórvel í eldabuskunni og bakstri! Það er sko ekkert betra en að koma inn í kaffi og fá pönnsur eða heita skúffuköku :D


Sama dag og mamma, pabbi og krakkarnir fóru héðan þá komu ný börn. Í þetta skiptið Birta og Kári systurbörn Atla. Þau komu með rútunni frá Reykjavík og ætla að vera hjá okkur í nokkra daga. Kári er að göslast með Atla allan daginn og gerir stíflur og fossa, á meðan Birta dundar sér og kemur með mér í hestana. Birta fékk að fara á bak á Vöku í gær og fannst það mjög gaman. Hún fær svo að fara aftur á bak í dag J


Þórdís Katla litla heimasætan okkar blómstrar í sveitinni :) Hún fór í 5 mánaða skoðun á Blönduósi í síðustu viku og mældist 66 cm og tæp 8 kg. Við nánast horfum á hana stækka!

Afi Atla frá Klaustri var að deyja 95 ára að aldri. Það verður jarðað næstu helgi svo við leggjum land undir fót. Við förum af stað á morgun og það er ekki alveg víst hvenær við komum til baka.


Annars er allt gott að frétta úr sveitasælunni og gestir velkomnir J

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377704
Samtals gestir: 43315
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar