Mánaskál

29.06.2009 07:45

Fréttir úr fríinu

Jæja þá er sumarfríið hafið.. æðislegt! Við lögðum af stað seinnipart fimmtudags en ég hafði eytt deginum í að græja okkur fyrir fríið, pakka niður, versla og allt það. Atli fór aftur á móti austur fyrir Selfoss snemma morguns til að kaupa traktor! Jei loksins traktor í Mánaskál J Traktoramálin enduðu þannig að vélin fór á bíl í Staðarskála og Atli keyrði svo traktorinn þaðan.



Á föstudag fór ég með hestakerru yfir í Skagafjörð að sækja Vöku. Hún var að koma úr Kjalarferð. Vaka stóð sig vel eins og við var að búast og er búin að hlaupa af sér töluvert af aukakílóunum. Núna þarf ég bara að fara að ríða út! Hrossin tóku henni mjög vel þegar henni var sleppt í girðinguna. Ekki eitt bit eða spark, ekki einu sinni kollhúfur, bara eins og hún hafi alltaf verið hérna.

Ég er ekki búin að fá járningu ennþá en það stendur til bóta.

Ég fór að kíkja á Byltingu í dag og ég hef bara gott af henni að segja. Það gengur vel og hún er eins og hún á að sér að vera. Primadonnan virðist hafa allan gang, og hún er rúm og með góðar hreyfingar. Ég hélt að hún væri pottþétt klárhryssa en hún virðist núna vera alhliða eftir allt. Ég er bara ánægð með dömuna og bara gott hljóð í tamningamanninum.


Atli er rosa duglegur eins og við var að búast, hann er strax farinn að grafa og smíða og allt það! Í dag sótti hann svo litla beltagröfu til að grafa meðfram húsinu.. það er verið að undirbúa fyrir pallasmíði og húsklæðningu!


Ég reyni að henda inn fréttum af okkur öðru hverju en ég efast um að myndirnar komi inn að ráði fyrr en við erum komin í bæinn.

Flettingar í dag: 269
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 346
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 335833
Samtals gestir: 40377
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 06:54:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar