Litla fjölskyldan fór austur á Klaustur á svokallaða Mosahelgi. Þar kemur móðurfjölskyldan hans Atla saman einu sinni á ári á Mosum rétt fyrir utan Klaustur. Hátíðin var vel mætt, 58 stykki ef ég man rétt. Þórdís Katla fékk fullt af athygli hjá ömmum og frænkum og allir skemmtu sér vel.
Á sunnudaginn kíktum við á hestaþing Kóps. Veðrið var æðislegt og ég skemmti mér mjög vel í brekkunni. Held þó að Atla hafi þótt þetta heldur mikið af því góða en hann var þó ótrúlega þolinmóður alltaf svo góður þessi elska. Ég hafði sérstaklega gaman af barnaflokknum því það er svo gaman að sjá svona duglega krakka og sumir voru heldur ekki háir í loftinu!
Ég var með myndavélina með mér og tók eitthvað af myndum. Myndirnar eru komnar í myndaalbumið.
Sigurvegari í A-flokk
Sigurvegari í B-flokk
Sigurvegari í Tölti
Barnaflokkur
Við Atli erum enn ekki komin af stað í fríið góða og langþráða. Bíllinn er eitthvað að stríða okkur og Atli liggur yfir honum allan daginn til að koma okkur af stað. Það lítur út fyrir að þetta sé að hafast og við ættum að komast í þessari viku norður. Ég get ekki beðið! Ég hlakka svo til að fara að dunda í sveitinni og fá á mig hestalyktina góðu.. Mmmmm love it!
Ég verð að einhverju leyti nettengd í Mánaskál og held því áfram að blogga. Ég verð vonandi dugleg að skella inn myndum í leiðinnni