Mánaskál

25.05.2009 18:02

Komin heim úr sveitinni

Jæja þá er fjölskyldan komin heim úr sveitasælunni. Þetta er nú meiri paradísin sem við eigum þarna! Við vorum heppin með veður, þetta var æðislegt! Þórdís Katla var eins og ljós allan tímann. Svaf báðar leiðir í bílnum, svaf allar nætur, svaf úti í vagni eins og hún fengi borgað fyrir það og svo kom út stundum út í vagninum og horfði á okkur vinna.. bara draumur!



Atli var samur við sig.. á fullu í allskonar verkefnum. Hann málaði eina umferð á þakið á íbúðarhúsinu og er búinn að blettagrunna þakið á skemmunni. Þetta verður voða fínt þegar það verður klárað.


hérna sést íbúðarhúsið í bakgrunninum





Atli setti líka nýja hurð á skemmuna og stóran glugga með æðislegu útsýni.. beint upp í skálina!





Ég setti upp sumargirðinguna í norðurtúninu fyrir hrossin og í lautina heima við. Atli girti svo frá hlaðinu og niður í hestastykkið fyrir neðan bæ. Núna er "réttarhólfið" mitt nánast tilbúið. Ég er semsagt að vonast til að við setjum upp rétt/gerði í sumar fyrir neðan bæinn svo ég geti dundað í hrossunum í sumarfríinu. Við eigum meiri hlutann af efninu í gott gerði svo þetta er aðallega spurning um tíma.

Birta, Myrvki og Drungi líta mjög vel út. Ég er mjög sátt við það hvernig þau koma undan vetri. Þau eru engar fitubollur en í fínum holdum samt. Strákarnir eru bara reglulega flottir. Ég er voða skotin í Drunga mínum, hann er að þroskast svo fallega. Hann er mjög laglegur og svo eru fallegar hreyfingar í honum líka. Þeir bræður eru báðir spennandi finnst mér, og allur gangur laus í þeim báðum. Hrossin voru hress og kát og mikill leikur í þeim þegar ég hleypti þeim út úr vetrarstykkinu og inn á annað. Bylting missti af þessu partyi þar sem hún er í tamningu. Við kíktum á dömuna og fengum að sjá hvernig gengur. Hún er nú voða sæt þessi primadonna mín.. og já.. primadonna er hún. Hún er með einhverja smá prinsessustæla í tamningunni en það er nú örugglega bara svo að það viti nú allir hvað þeir eru með í höndunum. Hún er sko ekki primadonna fyrir ekki neitt!


Birta frá Blönduósi







Myrkvi


Bræðurnir, Drungi og Myrkvi frá Mánaskál


Drungi frá Mánaskál







Atli bar áburð á plönturnar sínar og kjarr í nánasta nágrenni okkar.

Við slóðadróum svo suðurtúnið og hestastykkið.. og þar sem við erum ekki enn búin að finna traktor þá var þetta gert með ekki minna tæki en húsbílnum hehe!



Fjórhjólið var auðvitað notað helling líka.. og munar sko heilmikið um það í girðingavinnunni!

Ég er sjálfsagt að gleyma einhverju en þetta ætti nú að vera það helsta. Annars er ég bara svo spennt fyrir sumarfríinu í sveitinni að ég er að springa. Þetta verður svo notalegt og svo margt á prjónunum!

Eitt að lokum.. síðasta einkunn er komin í hús.. var ekki nærri því jafn góð og ég átti von á! Svoleiðis er alltaf spælandi en þó voru bara 3 sem náðu hærri einkunn en ég svo ég verð bara að vera sátt við þetta. Ég var því með þeim hæðstu í 3 fögum en 2 voru ekki alveg svo góð. Núna er bara málið að spýta í lófana fyrir næstu önn!

Fleiri myndir í myndaalbuminu

Endilega kvittið í gestabókina eða commentið

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377704
Samtals gestir: 43315
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar