Jæja þá er próftörnin búin! Ég byrjaði í próflestri strax eftir skírn og hef varla verið viðræðuhæf síðan þá. Þórdís Katla hefur verið hálf móðurlaus en hún átti í staðinn duglegann pabba! Hún var á daginn hjá Karen frænku og svo var Sveinbjörg amma dugleg að taka hana og Lólý frænka líka
Ég get ekki annað sagt annað en ég sé hæst ánægð með próflokin.. þetta er svo erfitt á meðan á því stendur.. og erfitt á eftir reyndar líka. Ég var eins og draugur í gær, þreytan eftir próftörnina var að gera út af við mig en ég er vonandi að komast á rétt ról. Núna tekur bara við bið eftir einkunnum, þær detta inn í rólegheitunum en sú fyrsta kemur væntanlega ekki fyrr en á þriðjudag og næsta á miðvikudag og svo hinar eitthvað aðeins seinna.
Atli fór eina ferð norður í Mánaskál á meðan ég var í prófum. Hann fór með Byltingu í tamningu fyrir mig til Söndru Marinar á Efri Mýrum. Ég hlakka til að sjá hvernig rætist úr primadonnunni minni. Vaka á að fara norður líka en það getur verið að hún fái að hlaupa norður sjálf. Hugsanlega fer hún með Lilju yfir Kjöl í lok júní og verður þá komin í form þegar við förum í sumarfrí í júlí
ohh hvað það verður gaman hjá okkur! Litla fjölskyldan ætlar að vera saman í sveitinni í heilan mánuð! Ég hef hrossin mín og Atli er búinn að finna sér allskonar verkefni til að dunda í
Ætli ég verði ekki með öll hrossin á járnum í sumar. Ég vona að ég geti riðið Byltingu eitthvað eftir að hún kemur frá Söndru, og svo verður Vaka á járnum og vonandi gengur mér vel að komast af stað með Birtu. Nú og ef vel gengur með prinsessurnar þá vil ég hafa Drunga og Myrkva á járnum líka og dunda eitthvað í þeim í sumar. Atli getur eflaust hjálpað mér við "tamningarnar"
Þórdís Katla er orðin rúmlega þriggja mánaða.. þetta líður svo hratt að ég á ekki orð! Ég hef ekki tekið mikið af myndum af henni undanfarið þar sem ég hef bara varla séð hana í 3 vikur.. en ég tók samt nokkrar í gær og í fyrradag af prinsessunni..

í Bumbó stólnum.. sem er kallaður koppurinn dags daglega

einbeitt hehe


sæt og kát.. enda er ég farin að sjá mömmu mína meira

Fleiri myndir í albuminu!
Gústa amma var í Boston um daginn og Þórdís Katla græddi heilan helling! Maður græðir sko á því að vera lítil og sæt! Amma keypti sko samfellur, sokka, boli, náttgalla, kjóla, skó, jakka, smekki, eyrna hitamæli, leikföng og fleira! Úff.. hvað ætli gerist eiginlega þegar mamman kemst sjálf til útlanda!
Bíllinn minn dó.. það hlaut að koma að því! Reyndar er hægt að lífga hann við en vatnskassinn sprakk á leiðinni heim einn daginn. Eins og það er nú "gaman" að verða stopp á háanna tíma á Kringlumýrarbrautinni þá þurfti fólk að vera að flauta á mig! Hvað er málið! Það var eins og fólk héldi að ég væri að leika mér að því að stoppa umferð! En nota bene það bauðst enginn til að hjálpa mér að ýta bílnum í burtu.. nei en endilega flautum á gelluna sem er ein með dauðan bíl sem er fyrir öllum! Tillitssemin er alveg að fara með fólk á þessum síðustu og verstu dögum! En að sjálfsögðu var mér komið til bjargar.. Svenni minn og vinur hans úr skólanum voru akkúrat einir af þessum sem hugsuðu "hvaða hálfviti er stopp þarna" .. og sáu svo hvaða bjáni var þarna á ferð og komu mér til bjargar
svo er kannski dálítið lýsandi fyrir samfélagið okkar að það kom svo einn ókunnugur og hjálpaði okkur að íta bílnum upp á umferðareyju og það var útlendingur! Íslendingar eru víst ekki svo hálpsamir!
Þar sem skólinn er "búinn" ætla ég að skella mér í ræktina.. nema hvað að Baðhúsið sem er í næst götu við mig býður ekki upp á barnagæslu..isssss! Ég þarf því að leita annað sem er mjög spælandi því það hefði verið svo gott að geta labbað yfir í Baðhúsið með barnavagninn og spriklað þar. Í staðinn þarf ég að taka stelpuna með í bílinn og hún sofnar líklega á leiðinni og verður kannski pirruð þegar hún vaknar og allt eftir því, en hún hefði geta sofið bara í vagninum á meðan ég væri að púla í baðhúsinu. Svona er þetta bara.. við reddum okkur einhvern veginn.
Núna þegar önnin er búin þarf ég að fara ákveða hvaða fög ég ætla að taka í sumar! Jább.. ég er rugluð.. ætla að vera í skólanum í sumar líka! Ég ætla samt ekki að taka alveg fulla önn því ég ætla að eiga eitthvað sumarfrí líka með fjölskyldunni.. en ég ætla að reyna að flýta fyrir náminu og taka auka fög í sumar fyrst það er boðið upp á það
Ég er örugglega að gleyma einhverjum "fréttum" en ..jæja best að fara að gera eitthvað "að viti" ..