Mánaskál

03.04.2009 23:04

.. nóg að gera

Jæja lífið er enn ljúft og gott á þessum bæ. Verkefnatörnin mun líklega taka enda á hjá fyrr en síðar. Ég er að leggja lokahönd á verkefni sem á að skila á sunnudag og um helgina eru líka 2 próf.. gaman gaman! Svo held ég nú að brjálæðið sé búið í bili.. næst dembist bara yfir mig próflesturinn.

Þar sem ég er nú svona upptekin þá fór Atli með Litlu í 9. vikna skoðunina í dag emoticon Hún er orðin 5370 gr og 60,1 cm.. bara stækkar og stækkar.

Atli ætlar svo að fara í Mánaskál á morgun og vera eina nótt. Við Litla verðum heima á meðan og reynum að læra áfram. Atli er að fara í dótaferð í sveitina, með vélsleða og fleira skemmtilegt emoticon Hann verður bara að heilsa upp á hrossin fyrir mig þar sem ég kemst ekki fyrr en eftir próf norður.

Við Litla tökum myndir öðru hverju svona þegar vel stendur á.. hér eru nokkrar..


svo fín í dressinu frá Agga og Snæju


svo var hún að fá svona rosa flotta prjónaða peysu frá Önnu Siggu og Dedda

aðeins byrjuð að halda á dóti


... sjáið þið bara emoticon
verst að hún endaði svo á að slá sig í andlitið með dótinu..og það var hart. Mamma þarf greinilega að kaupa eitthvað mjúkt dót sem daman getur æft sig með.

nokkrar myndir í viðbót í albuminu

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377704
Samtals gestir: 43315
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar