Það var eins og ég hélt.. Litla er enn að þyngjast og allt eins og það á að vera Hún var 5.170 grömm á fimmtudaginn og 58,5 cm.
Það er svo brjálað að gera í skólanum hjá mér að það er ekki fyndið.. en það góða er að það styttist í að önnin klárist
Litla frænka okkar fyrir vestan var skírð um helgina og fékk nafnið Vigdís Eva Við hittum hana og fjölskylduna í gærkvöldi. Það var rosa stuð með öll þessi kríli. Við hittust heima hjá Ásu og tvíburunum og svo mætti ég með Litlu og Petra með Vigdísi Evu Ég tók reyndar engar myndir af þessum hitting en geri ráð fyrir að stelpa myndum frá Petru og Ásu til að sýna.
Við erum búin að festa dag fyrir skírn, já það hlaut að koma að því.. stúlkan fær nafn 18. apríl
Gunni afi kom færandi hendi í síðustu viku með smekki.. þessi mynd var tekið við það tilefni.. Grandpa´s little Angel
á leiðinni í bað
vel innpökkuð eftir baðið
hress og kát og komin í náttgallann
komin í Hello Kitty gallann frá Birtu frænku í Svíþjóð