Litla fjölskyldan skellti sér í sveitina í viku og hafið það voða gott í snjónum. Ég og snúlla vorum auðvitað bara inni en Atli gat dundað helling í skemmunni. Það var hvítt en auður vegur þegar við komum en bætti heilmikið í snjóinn á meðan við vorum þarna. Flesta dagana var still og bjart en þegar við vorum farin að hugsa okkur til hreyfings heim gerði byl og ófærð. Það gerði ekki mikið til, Atli komst á Blönduós í búðina og við biðum róleg eftir betra ferðaveðri.
mamma er svo fyndin
að skoða pabba sinn
með súperman skykkjuna smekkurinn var víst oftar á bakinu en að framan
Hrossin hafa það ósköp gott í sveitinni. Ég tók nokkrar myndir af þeim þó að ég hafi lítið sem ekkert verið utandyra í þessari ferð.
Birta
Bylting
Drungi
Myrkvi
Við Snúlla kíktum í heimsókn til Ásu frænku og tvíburanna í vikunni. Strákarnir eru sko búnir að stækka helling síðan ég sá þá síðast enda eru þeir að verða 2. mánaða! Tíminn líður ekkert smá hratt.. Snúlla Atladóttir er líka að verða 5 vikna!
Christian, Alexander og Litla Atladóttir
Mamma og pabbi komu í heimsókn um daginn og Samba fékk að koma með. Hún spáði ekki mikið í litlunni fyrr en það heyrðist í henni.. þá stökk hún til og varð að fá að skoða hvað þetta eiginlega var!..