Það er sko aldeilis kominn tími á fréttir af litlu fjölskyldunni, mér gengur bara ekkert að blogga þessa dagana.
Lífið gengur sinn vanagang, litlan drekkur og sefur og kúkar og allt það, bara eins og þetta á að vera. Reyndar tók hún upp á því að vilja ekki taka brjóstið og lét hafa ansi mikið fyrir sér á tímabili. Mamma og pabbi voru orðin ansi þreytt á orginu en það virðist ríkja eitthvað samkomulag um þessa brjóstagjöf núna, allavega eins og er.
Það hefur verið alveg brjálað að gera í skólanum, það er merkilegt hvað það þarf alltaf allt að vera á dagskrá á sama tíma, prófin og verkefnin hellast yfir mig þessa dagana. Atli og litlan hafa verið dugleg að bjarga sér á meðan ég er í skólanum og svo hef ég geta lært eitthvað smávegis.
Nýjasta nýtt er að ég fékk flensu.. oj bara. Ég hata að vera veik, það er svo ömurlegt. Nema hvað að ofan á það þá var litla óvær akkúrat þegar ég lá í flensu sem er ekki skemmtilegt. Ég er eitthvað að hressast sem betur fer og verð örugglega búin að hrista þetta af mér fljótlega. Við vorum meira að segja á leiðinni í Mánaskál þegar ég lagðist í bælið sem gerir þetta enn leiðinlegra.
Birta frænka að passa
Kári frændi stóð sig líka vel
Í ömmustólnum.. og í gallanum af mömmu
Ég þarf endilega að henda inn myndum af mér í þessum galla.. kannski við séum bara dálítið líkar.