Jæja þá er prinsessan á heimilinu orðin rúmlega vikugömul.. já þetta líður sko hratt!! Heimilislífið gengur vel fyrir sig. Hún er dugleg að drekka og sofa og kúka í bleyjur.. hvað á maður svosum annað að gera þegar maður er svona lítill Næturnar hafa verið góðar, hún vaknar einu sinni á nóttu og svo bara aftur um morguninn, eftir þann sopa má sko bara alveg halda áfram að sofa. Pabbinn hefur aldrei sofið eins mikið og hann hefur gert núna og kannski var löngu kominn tími á að hann hvíldist almennilega, hann er alltaf eins og þeytiskífa því það er svo margt skemmtilegt hægt að gera ef maður á pínu lausann tíma
Við fengum heimsókn frá Svíþjóð á laugardaginn því þá kom Habba systir Atla og krakkarnir hennar Birta og Kári. Birta ætlar að vera barnapía hjá okkur og Kári ætlar að guttast eitthvað á meðan. Þau verða hjá okkur fram á næstu helgi og það er sko ekki leiðinlegt fyrir okkur að hafa svona marga að snúast í kring um prinsessuna, þeim mun fleiri pásur fyrir okkur
Ég er búin að vera með myndavélina uppivið til að gleyma nú ekki að taka myndir. Svona kríli stækka svo ógurlega hratt að maður verður að passa að missa nú ekki af neinu.
Ágúst Unnar og Sandra Diljá með litlu frænku
Á leiðinni í 5 daga skoðun á barnaspítalann
Fleiri myndir eru í myndaalbumi hægra megin á síðunni