Mánaskál

05.02.2009 03:08

Fjölskyldan komin heim

Jæja þá er litla fjölskyldan komin heim og kominn tími til að koma með fréttir.

Eins og hefur komið fram þá fæddist lítil prinsessa á afmælisdaginn hans pabba 2. febrúar sem jafnframt er brúðkaupsdagur mömmu og pabba emoticon Reyndar á Jenný frænka mín líka afmæli 2. febrúar og lítill frændi hans Atla svo þetta hlítur að vera góður dagur.

Við Atli mættum á meðgöngudeildina að kvöldi 1. febrúar í gangsetningu. Ég fékk töflu til að koma mér af stað sem virkaði líka svona glymrandi vel. Ég fékk mjög fljótlega verki en var nú ekkert mikið að kvarta framan af þar sem þetta átti jú að vera vont. Við horfðum á smá sjónvarp framan af en mjög fljótlega eftir að ég fékk aðra töflu varð ég viðþolslaus. Ég fór yfir á fæðingarganginn kl. 2 og allt var komið á fullt. Ferlið gekk allt mjög hratt fyrir sig með tilheyrandi verkjum og allt það en það þýðir ekkert að kvarta núna, þetta er löngu gleymt! Daman fæddist kl. 8.59, 17 merkur - 4270 gr og 53 cm. Það þurfti aðeins að grípa inní í lokin þegar mamman var orðin uppgefin og litla daman sýndi þreytumerki á mónitornum. Prinsessan kom því í heiminn með aðstoð tanga en var voða hress og spræk emoticon og mamma og pabbi dauðfegin að þetta væri búið. Ég hélt á tímabili að þetta ætlaði aldrei að taka enda.

Nýbakaður faðir stóð sig eins og HETJA í öllum hamaganginum. Fyrir honum leið þetta örugglega mikið hægar en í mínum huga. Ég gat bara hugsað um sjálfa mig og varla það og hann hélt þessu öllu saman. Ég hefði ekki getað þetta án hans!

Við erum auðvitað bara eins og allir nýbakaðir foreldrar að rifna úr monti. Okkur finnst stelpan okkar svooooo sæt að við erum að kafna. Ég vissi að lítil börn væru sæt en ég held í alvöru að sætara barn finnist hverngi emoticon Þetta er semsagt ekki þjóðsaga að öllum foreldrum þyki sitt barn fallegast í öllum heiminum.

Við fengum að fara heim af fæðingardeildinni í fyrradag og lífið er bara yndislegt. Það gengur allt svo vel, hún er svo vær, brjóstagjöfin er öll að koma til og við getum bara ekki kvartað undan neinu held ég. Hún er bara fullkomin emoticon  Fyrstu nóttina heima enduðum við á að gefa henni smá ábót úr sprautu um kl. 2 þar sem hún var bara ekki að fá nóg hjá mér. Hún sofnaði eftir það og svaf til morguns takk fyrir! Ég vaknaði kl. 8 og þá var bara öll fjölskyldan enn steinsofandi! Ég fór svo bara á fætur og skipti um bleyju og svo lögðum við okkur bara upp í hjá pabba og héldum áfram að sofa! Gærdagurinn var mjög góður líka, bara vaknað til að drekka smá og svo sofið áfram. Nóttin í nótt var svo glæsileg. Daman fékk að drekka um tólf - hálf eitt og fékk svo eina gjöf í nótt og svaf til 9. Þetta getur ekki verið betra!

Og jæja.. það er kominn tími á myndir!!


4270 gr og 53 cm










Pabbi að klæða mig í fyrsta skipti




með för á hausnum eftir tangirnar




Heimferðin




orðin dúðuð og fín


Við mamma "gamla" að leggja í´ann






Komin heim




ohhhh svvooo sæt!


Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377555
Samtals gestir: 43310
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar