Petra frænka átti stelpu í dag, ég hef ekki fengið myndir eða fregnir af stærð en öllum heilsast vel og þetta gekk vel fyrir sig. Til hamingju Petra, Leifur og Sóldís stóra systir
Jæja núna fer líklega að líða að tíðindum hjá okkur. Ég á að mæta kl. 21 á Landspítalann í gangsetningu svo væntanlega kemur erfinginn í heiminn á morgun. Hér eru allir þokkalega rólegir, búið að taka til það sem þarf að hafa meðferðis og gera síðustu handtökin heima fyrir. Núna á bara eftir að snæða kvöldmat og tía sig af stað! Jii þetta er nú svolítið spes.. að mæta bara klukkan eitthvað ákveðið til að eiga barn! ..og það er ég sem er að fara að eiga barn!
Jæja svona að tilefni þess að þetta er væntanlega síðasti dagurinn minn með ofurbumbu.. á morgun verð ég líklega með eitthvað minni bumbu þá tók ég bumbumyndir! Ég hef ekki verið dugleg við það og á eiginlega engar.. en hérna kemur eitthvað.. 41 vika + 6 dagar og á leið á fæðingardeildina!