Mánaskál |
|
23.01.2009 09:4740 vikur + 4 dagarÉg er enn óköstuð ef ég má orða það þannig. Ég er alveg með smá pílur og svona.. eitthvað er að malla. Svo er þetta greinilega að styttast skv. væntanlegu mjólkurbrúsunum mínum. Ég fer nefnilega ekki ofan af því að við erum bara ekkert öðruvísi en dýrin, þetta virkar allt eins! Eins og hestamenn vita þá fylgist maður með júgrinu á hryssunum til að sjá hvað er stutt í köstun.. og ég held að við séum bara alveg eins. Hlæjið bara, ég sé bara lífið og tilveruna út frá hestum og hundum og það er bara ekkert við því að gera Jæja það er víst komið að enn einni mæðraskoðuninni. Ég á ekki von á öðru en að allt sé enn í góðum gír, þessi meðganga hefur gengið eins og í sögu. Ég vona þó að þetta sé mín síðasta mæðraskoðun í bili. Ég er enn keyrandi og get farið allra minna ferða sjálf.. ætli ég endi ekki á að keyra mig á fæðingardeildina líka! Það kæmi mér sko bara ekkert á óvart þó ég gæti það.. á meðan ég næ enn í stýrið þá eru mér flestir vegir færir Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 2 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377555 Samtals gestir: 43310 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is