Mánaskál

11.01.2009 19:09

Styttist í krílið

Jæja ég er nú bara svona að láta vita að það er ekkert að gerast hjá mér. Ég er bara í rólegheitunum að sinna mér og heimilinu og krílið er alveg rólegt. Í dag eru 8 dagar í settan dag sem þýðir svosum ekki annað en að þetta er að styttast. Ég er alveg salíróleg og liggur ekkert á.

Síðasta mæðraskoðun kom vel út eins og alltaf og ég á að mæta aftur þann 16. janúar. Ása frænka verður gangsett í fyrramálið! Vá þetta er alveg að skella á! Að öllum líkum verður hún komin með prinsana sína tvo í fangið á morgun!! Ji hvað þetta er spennandi. Petra frænka bíður spennt fyrir vestan en hún er sett 23. jan og aldrei að vita hvenær hún fer af stað.

Skólinn er enn ekki farinn af stað en ég er búin að tryggja mér flestar bækur og bíð nú bara eftir fyrirmælum til að geta byrjað spretthlaupið. Það kemur sér vel að ég er búin að kynnast góðu fólki í skólanum og veit að ég er í góðum málum með aðstoð og glósur og svoleiðis þegar á þarf að halda. Ég geri ráð fyrir að fæðing erfingjans hægi aðeins á lærdómnum en þetta mun allt reddast emoticon

Við Atli fórum á smá fjölskyldu hitting með fjölskyldunni hans í gærkvöldi og skemmtum okkur mjög vel. Við komum heim undir morgun og kúrðum svo lengi frameftir emoticon  Atli fór svo upp í Kot með Svenna og Gulla að rífa sólpallinn. Við ætlum að fara norður með efnið og nýta það ma. í skemmuna fínu.

Á döfinni eru hreingerningar og meiri hreingerningar, norðurferð, lærdómur og fleira skemmtilegt. Einhversstaðar í röðinni mun krílið auðvitað koma í heiminn og það verður bara þegar það vill koma emoticon  Við verðum allavega tilbúin.

Ég ætla að vera dugleg að láta vita af mér á næstu dögum svo endilega fylgist með emoticon

Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377555
Samtals gestir: 43310
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar