Mánaskál

23.12.2008 09:13

Jólin alveg að skella á

Jæja núna er Atli minn loksins kominn heim emoticon ohh það er svo notalegt. Hann er reyndar hálfslappur greyjið sem er ekki nógu gott en hann jafnar sig vonandi fljótlega.

Ég var rosa dugleg um helgina í jólageðveikinni, kláraði allar jólagjafirnar og pakkaði inn og alles! Þetta er örugglega í fyrsa skipti sem ég á enga gjöf eftir á þorláksmessu emoticon Mikið rosalega taka svona verslunartúarar samt á, ég er ekki búin að þrífa eða skreyta einu sinni. Maður liggur bara hálfdáinn í sófanum eftir svona leiðangra. Kraðak allstaðar, engin bílastæði, snjór og slapp og biðraðir á kassa.. iss þetta er ekki fyrir mig! En þetta er allt búið svo það er óþarfi að kvarta núna.

Ég fór í tékk á heilsugæslunni í gærmorgun. Ég fór í blóðprufur sem ég á von á að ekkert sé að, hitti ljósmóður og svo lækni. Ég er víst komin það langt að ég þarf extra eftirlit. Litla krílið okkar situr enn á rassinum og virðist ekki vera á því að snúa sér neitt. Ljósan hefur áhyggjur af því og við erum því á leið í sónar í fyrramálið og svo í framhaldinu á að reyna vendingu á mándaginn eftir jól þe. ef því dettur ekki bara allt í einu í hug að snúa sér. Spáið í þessu.. barnið er ekki fætt og maður er strax kominn í þann pakka að þurfa að vakna á morgnana.. meira að segja á aðfangadag! iss hvað er maður nú búinn að koma sér út í emoticon Við erum á leið á tónleikana hans Bubba í kvöld og svo þarf maður að vakna snemma í fyrramálið til að fara upp á spítala.. þetta er nú hálf ósanngjarnt. Ég slepp nú samt betur en Atli hugsa ég.. ég er ekki að fara að fá mér bjór emoticon Það verður bara flott jólagjöf að komast í sónar á aðfangadag held ég.. og hver veit nema að maður sjái óvart inn í "pakkann" emoticon 

Ég er enn ekki búin að þvo barnafötin sem ég tók frá til að hafa tilbúin. Það verður enga stund gert. Ég er nú líka ekki frá því að þau hafi brætt Atla dálítið emoticon enda ekki annað hægt! Sumt af þessu er svo pínulítið og endalaust sætt!

Ég er búin að fá út úr 2 prófum í viðbót og er bara sátt. Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Núna er bara ein einkunn eftir en ég veit að hún verður ekki glæsileg, en ég ætla ekkert að hafa áhyggjur af því.. ég kem mér í reiknigírinn aftur á no-time og klára þetta í janúar!

Núna er ég bara að reyna að fá jólaandann yfir mig.. mér finnst nefnilega svo ótrúlegt að það sé þorláksmessa í dag og aðfangadagur á morgun. Ég vona að þetta komi allt í kvöld þegar við förum í þorláksmessugírinn emoticon

Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377555
Samtals gestir: 43310
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar