Mánaskál

19.12.2008 22:23

komin helgi og jólin nálgast

Mikið er ég fegin að það er komin helgi.. það er bara erfitt að vera komin aftur í vinnuna. Ég á eftir að gera jólagjafainnkaupin og þrífa og fleira svo helgin er mjög kærkomin. Í gærkvöldi gerði ég huggulegt inni í svefnherbergi, breytti pínkulítið og er alveg farin að sjá fyrir mér barnarúmið. Ég held að það sé um að gera að breyta sem mest á meðan Atli er ekki á landinu svo ég fái nú að ráða einhverju hehe emoticon

Annars hef ég ekki heyrt í honum síðan hann var í London snemma í dag. Ég vona að allt gangi vel hjá honum. Flugfélagið týndi auðvitað töskunni hans með varahlutunum fyrir vélina en það má vona að hún skili sér til hans nægilega snemma svo hann nái að gera við flugvélina. Ég verð sko ekki sátt ef hann strandar þarna úti. Nákvæmlega það sama gerðist í fyrra og á sama tíma líka! Hann kom heim daginn fyrir þorláksmessu í fyrra og hafði þá tafist þar sem flugfélagið týndi töskunni með varahlutnunum! Merkilegt hvað það er hægt að vera óheppinn. Allir að senda góða strauma til hans emoticon

Í kvöld fór ég í gegn um barnafötin frá Lólý systir. Ég held að ég sé bara í ótrúlega góðum málum, það er örugglega ekki margt sem mig vantar. Ég er svo líka auðvitað með bæði stráka og stelpuföt sem gerir þetta enn betra emoticon  Nú þarf ég bara að koma þessu í þvott og strauja það sem þarf og hafa allt tilbúið í kommóðunni. Það eru einhverjir pokar og kassar uppi á lofti sem ég á eftir að fara í gegn um en ég gríp tækifærið næst þegar einhver er heima til að láta bera þetta niður fyrir mig.

Einkunn nr. 2 var að detta inn. Ég fékk 7 sem ég var ekki nógu sátt við en svo ákvað ég að það væri ekkert hægt að vera í fýlu yfir því. Ég get örugglega ekkert þrætt við kennarann og ég nenni því heldur ekki þar sem hún er bresk og er farin af landinu. Ég ætla bara að vera sátt við að vera búin að ná þessu fagi og þakka fyrir að þurfa aldrei að spá í þessu rugli aftur emoticon Þetta var með tilgangslausari áföngum sem ég hef setið. Svo á ég að fá út úr 2 fögum í næstu viku og þá er það bara bókfærslan sem bíður framyfir áramót.

Jæja núna ætla ég að henda mér fyrir framan sjónvarpið og setja tærnar upp í loft.. ahh já og kannski skrifa jólakortin sem ég gleymdi að skrifa í gær.. ég er víst orðin aðeins of sein með þau eins og alltaf emoticon  Adios

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377704
Samtals gestir: 43315
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar