Mánaskál |
|
08.04.2008 21:53Tamningar og Party.. Ása taktu eftir.. eitthvað annað en hestar :)Jæja tamningar ganga sinn vanagang, hægt og bítandi.. þetta kemur allt með kalda vatninu. Lilja kom og aðstoðaði mig í gær. Við fórum loksins af stéttinni og út í gerði. Þetta gekk nú allt vel held ég en ég þarf að æfa jafnvægið og svo er ágætt að muna eftir að herða gjörðina! Ég reyni að muna það næst, ekki það að það slasaðist nú enginn í þetta skiptið en ef það hefðu verið einhverjir stælar í dömunni þá hefði ég nú geta týnst. Myrkvi er stilltur á húsi enda var engin hætta á öðru. Hann er rétt að byrja að kynnast beislinu og svo lónseraði ég hann í fyrsta skipti í dag. Sissi kom í hesthúsið til mín og rölti með mér út í lónseringargerði svona ef hann skyldi ekki teymast alla leið með góðu móti. Þetta fór auðvitað allt vel fram og ekki hægt að kvarta undan neinu. Hann skildi samt ekki alveg afhverju ég var með þessa stæla við hann, hann er auðvitað bara of spakur á köflum ![]() Ég setti svo bara hrossin út og fékk aðstoð við að moka. Fínt að hafa svona vinnumann með sér, vertu velkominn any time Sissi minn ![]() Síðasta helgi var ósköp fín. Ég fór á laugardaginn að Baugsstöðum að kíkja á Ótta minn. Hann er auðvitað bara enn brúnn og alveg jafn stór og síðast ![]() Við Sjöfn tókum Ótta á múl og hann breyttist heilmikið við það, hann virðist hafa lært aðeins á múlinn eftir að hann var tekinn í Þorlákshöfn og fluttur á Baugsstaði. Hann fær að vera með múlinn í smá tíma og Sjöfn og Gummi ætla að reyna að tala aðeins við hann. Hann verður örugglega fljótur að átta sig fyrst hann er skyldur Myrkva og Drunga.. þeir eru sko ekki styggir. Á laugardagskvöld var ég með smá party þar sem afmælið mitt var að skella á. Frænkurnar komu auðvitað og svo Konni hennar Ásu og Sissi. Svo var auðvitað ekki hægt að hafa party án Svenna sem mætti að sjálfsögðu beint eftir vaktina. Við spiluðum póker.. og ég vann.. þó mig gruni að einhver hafi fiffað það örlítið.. og svo var farið í bæinn. Þetta var bara rosalega vel heppnað og mjög skemmtilegt kvöld. Sunnudagurinn var ansi þunnur hjá mér og ég var á leið í barnaafmæli! Sandra Diljá litla frænka á auðvitað afmæli 8. apríl þó ég hafi beðið um hana í afmælisgjöf ![]() Á leiðinni í afmælið var keyrt aftan á okkur á ljósum! Hvað er málið.. það var bakkað á mig um daginn og ég fékk greitt út úr tryggingnum á föstudaginn og á sunnudegi er aftur búið að keyra á mig! Ég held að ég verði að ganga frá líftryggingunni minni! Þetta var nú enginn hörku árekstur en það er sama.. frekar fyndið bara! Ég átti afmæli í gær.. gamla bara orðin 27 ára og foreldrar mínir hafa stórar áhyggjur af því að ég sé ekki gift og komin með börn! Svo segir mamma að pabbi hafi áhyggjur en svo held ég að það sé bara mamma sem hafi áhyggjurnar en reynir að koma því yfir á pabba ![]() Þegar ég kom heim til Atla beið mín pakkaflóð. Hann og Svenni fóru í verslunarleiðangur og höfðu fyrir því að pakka herlegheitunum inn.. og svo voru þessar elskur líka að elda fyrir mig! Það veitti svosum ekki af að hressa mig við því svei mér þá ég held að ég hafi vaknað þuglynd þann 7. apríl... eða kannski var þetta bara aldurinn. Ég fékk semsagt girðingu í afmælisgjöf og geri aðrir betur, vír, einangrarar, hlið og fleira.. og svo m.a. rosa flottur barbie-bleikur hestabusti frá Svenna ![]() Eins og líklega flestir vissu þá átti Raggi "minn" von á barni og viti menn.. ég fékk drenginn í "afmælisgjöf". Ég held að það sé á hreinu að Raggi gleymir aldrei afmælinu mínu héðan í frá. Til hamingju með erfingjann Raggi ![]() ég er nú örugglega að gleyma einhverju en það kemur þá bara seinna og eitthvað af myndum líka. Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 151 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377704 Samtals gestir: 43315 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is