Mánaskál |
|
27.03.2008 09:09Ótti EiðssonurÉg gleymdi alveg að segja Óttasöguna síðast. Ég fékk nefnilega sms frá Lilju á páskadag sem sagði að Ótti væri kominn á hús. Ég hringdi þá í Lilju og vildi vita hvar og hvenær og hvernig hún vissi það, enginn hafði sagt mér neitt. Lilja hitti þá víst mann í Gusti sem var að taka inn folöld og fór með þau í Þorlákshöfn og í þeim hóp var víst eitt fyrir einhverja konu í Reykjavík (síðan hvenær er ég kona.. kornung stúlkan!) Lilju fer að gruna eitthvað og pumpar karlinn og kemst að því hvar folaldið var og undan hverju það væri. Þá var þetta bara hann Ótti minn og einhverra hluta vegna hélt maðurinn að þessi foli væri falur fyrir háar fjárhæðir og eitthvað. Ekki það að hann er alveg kannski falur fyrir háar fjárhæðir.. hver er það ekki.. en ég var aldrei búin að verðleggja folann upp úr öllu valdi ![]() Ótti átti auðvitað að fara að Baugsstöðum þar sem það er mánuður síðan ég missti plássið hans í Gusti. Ég fékk lánaða kerru hjá Gumma og Sjöfn og fór austur með Atla og Sissa í gær að flytja Ótta á milli. Kerran var fyrst sótt við Eyrarbakka og svo farið í Höfnina að sækja folann. Mér hálfbrá þegar ég kom inn í húsið og spurði hvar folaldið mitt væri. Mér var bent á brúnan fola inn í einni stíunni.. þetta var sko ekkert folald heldur foli! Úps.. og ég sem gerði aldrei ráð fyrir að ég myndi ekki ráða við hann.. hver ræður ekki við eitt folald! Svo hafa mín folöld öll verið mannvön og ekkert vandamál með þau.. en karlinn talaði endalaust um það hvað það yrði erfitt að mýla þennan og ég ætti að passa að hann myndi ekki berja mig! Hann væri sko snarvitlaus af styggð. Ég spurði manninn hvort hann væri að grínast.. tvisvar! Hann var víst aldrei að grínast en ég er ekki viss um að hann hafi vitað að hrossin mín láta ekki svoleiðis ![]() Lilju hafði verið sagt að hann væri stór, og ég sá að hann var stór í Þorlákshöfn en ég hélt að það væri meira heimskan í mér að fatta ekki að það væri ekki nóvember.. auðvitað væri hann stærri en folöldin eru vanalega því hann er nú bara að verða veturgamall. En þegar hann gekk inn í stíuna á Baugsstöðum þá datt af mér andlitið, hann var lang lang stæðstur. Hann er sko nokkrum númerum stærri en hin folöldin.. bara fyndið. Hann var líka bara voðalega rólegur yfir þessu, mér líst bara vel á hann. Hann verður ekki lengi að spekjast og átta sig á lífinu og tilverunni. Peran fór í folaldahúsinu og því var erfitt að taka myndir í myrkrinu. Ég klikkaði alveg á því að gera það í Þorlákshöfn. Ég tók þó einhverjar og hér er eitthvað, þó það sé varla nothæft. ![]() Ótrúlega mikill stærðarmunur í stíunni. Ótti er þessi stóri brúni. ![]() Heilsar upp á Bófa ![]() Ég er að vinna um helgina og fer því bara í næstu viku austur til að kíkja betur á hann og byrja að dúllast í honum. Flettingar í dag: 2 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377555 Samtals gestir: 43310 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is