|
Mánaskál |
|
19.03.2008 10:00Síðasti vinnudagur fyrir páskaVá hvað ég er glöð að páskafríið er að byrja! Þessi tími er alltaf jafn frábær.. vorfílingurinn er farinn að kræla á sér og svo veit ég til þess að Tjaldurinn er farinn að sjást svo það er pottþétt að vorið er á næsta leyti. Ég fór í hesthúsið í gærkvöldi til að dunda mér. Ylfa "smáraútibúsgella" og Konni hennar.. haha nóg af þessum Konnum í kring um mig.. komu ríðandi til mín frá Heimsenda. Ylfa var á rauðblesóttri hryssu sem mig langaði að skoða. Daman er til sölu og ég get auðvitað lengi á mig blómum bætt :) ég á nú líka allt of lítið af hrossum finnst mér, ég á ekki einu sinni eitt tamið.. ég má sko alveg kaupa mér hest Ég ætla að kíkja á hryssuna aftur eftir páska.
Flettingar í dag: 10 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 384 Gestir í gær: 50 Samtals flettingar: 652966 Samtals gestir: 52112 Tölur uppfærðar: 29.10.2025 01:13:06 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is