Mánaskál |
|
11.03.2008 21:11Allt að komaJæja, tamningunni miðar ágætlega áfram. Þetta er nú allt í litlum skrefum en miðar allt þó í rétta átt. Ég sagði um daginn að ég ætlaði að vera komin í hnakkinn eftir 2 vikur og mér sýnist ég bara vera á áætlun. Þetta gengur bara eins og í sögu. Bylting er búin að vera inni í 2 vikur og ég er bara alveg að fara að skríða á bak. Í gær var daman bundin utan á og teymd kirkjugarðshringinn. Það var eins og hún hefði gert þetta oft áður, alveg sama um umhverfið og fylgdi vel. Lilja hafði hana utan á teymingarhrossi en ég reið Sjón á eftir og hafði víst eitthvað hlutverk en það var svo bara ekki þörf á mér. Hryssan bremsaði aldrei og ekkert vesen. Tryppin voru eitt sinn bundin utan á hross og teymd á milli bæja þegar ég var með hrossin fyrir austan. Það er sko greinilegt að maður uppsker eins og maður sáir. ![]() Tilbúin að legga af stað í fyrstu ferð Í dag batt ég hana út á stétt og lagði á hana hnakkinn í annað skipti. Ég dundaði mér við þetta vel og lengi og danglaði ístöðunum í hana og reyndi að láta sem mest klingja í öllu dótinu. Hryssan hræðist ekkert og stendur eins og klettur. Ég lagði auðvitað á hana frá báðum hliðum og oftar en einu sinni, svo steig ég í ístöðin og hékk í þeim og.. ekki haggast hryssan. Ég fór nú ekki alla leið í dag en ég stóð þó í báðum ístöðunum og danglaði mér. Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta, ég held að ég hefði bara ekki geta fengið betra hross sem mitt fyrsta tamningatryppi... daman er bar æði! Ég er líka farin að kynna fyrir henni nasamúlinn. Henni var nú bara alveg sama áðan og það verður örugglega bara þannig áfram. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég fylltist bara stolti og gleði þegar hún stóð við gerðið með hnakk, beisli og nasamúl.. og bara alveg eins og fínasta reiðhross ![]() ![]() Á morgun heldur prógramið svo áfram, allt í litlum skrefum en mjakast þó. Ég er bara mjög spennt fyrir prógraminu en vildi óska að ég hefði 2 tamin hross til að nota með, ég gæti þá gert mikið meira. En þetta gengur ótrúlega vel samt og ég kvarta sko ekkert. Á fimmtudaginn er bingó hjá Gusti og ég ætla að mæta með Söndru og Ágúst. Lilja á þetta víst inni hjá mér síðan hún mætti á díf bingóið mitt (Deild ísl. fjárhundsins). Þetta verður örugglega bara gaman og fullt af fínum vinningum. Ég er búin að tilkynna Kidda að ég kaup páskaegg fyrir hvern vinning sem ég fæ frá krökkunum þar sem eitthvað af þeim eru hestatengdir. Honum leist nú ekkert á hugmyndina um mörg páskaegg og vill þá að ég beri ábyrgð á krökkunum um pákana hehe Á laugardag er svo árshátíðin hjá Kaupþing og ég veit ekki enn í hverju ég ætla! Reyndar eru skórnir í höfn en ég fer nú ekki í þeim einum saman.. eða hvað?? Jæja þangað til næst.. Flettingar í dag: 2 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377555 Samtals gestir: 43310 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is