Mánaskál

28.02.2008 09:16

Tamning að byrja

Ég kíkti í hesthúsið í gærkvöldi og dundaði aðeins í hryssunni. Þetta er nú allt létt til að byrja með, ég tók upp fætur og klappaði og strauk hægri vinstri. Svo setti ég á hana múl og teymdi hana út. Samba kom með mér í hesthúsið og fylgdist náið með þessum aðferðum. Ég teymdi hana aðeins um gerðið og það var ekki hik á henni, alveg eins og hundur bara. Svo leyfði ég henni að hreyfa sig aðeins í gerðinu. Hún byrjaði á því að leggjast og velta sér, rosalega ánægð með frelsið. Svo tók hún smá montrúnt um gerðið og lék sér í loftköstum. Ég var rosalega ánægð þegar ég fór úr hesthúsinu því mér líst svo vel hana, hreyfingarnar góðar og allt til fyrirmyndar. Ég hlakka SVO til að byrja almennilega á henni. Ef ég kemst í kvöld þá ætla ég að lónsera hana í fyrsta skipti.

Ég tók auðvitað Canon EOS myndavélina mína með en svo var ég búin að fikta svo mikið í henni að ég strandaði. Ég fékk ekkert vit út úr henni. Ég þarf greinilega að kíkja með vélina í heimsókn til Ásgeirs aftur og biðja hann að leiðrétta ruglið í mér. Ég er auðvitað alltaf með litlu myndavélina með mér líka þó að hún sé prump í samanburði við hina.


Ohh svo gott að leggjast í snjóinn


..og velta sér


svo gaman að vera til :)

Bylting fylgdist mikið með því sem var að gerast í kring um sig. Það er nú auðvitað ein "aðal umferðaræðin" framhjá gerðinu hennar, mikið af fólki sem ríður þar framhjá. Þegar einhver kom ríðandi þá hljóp hún meðfram gerðinu samferða útreiðafólki, frekar sætt. Svo sýndi daman auðvitað bæði tölt og brokk! Ég er voðalega spennt fyrir framhaldinu.

Svo gat ég líka tekið hana út í gerði og teymt hana inn á múlnum. Ég átti frekar von á því að hún myndi ekki láta ná sér og færi frekar inn á eigin forsendum.

Ég er allavega bara mjög sátt með mitt :)

Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377766
Samtals gestir: 43318
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:23:43

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar