Mánaskál

26.02.2008 10:29

Bylting kom í gærkvöldi, nýtt myndaalbum

Ég var að búa til nýtt myndaalbúm á síðunni undir Hestar. Ég á svo eftir að setja fleiri myndir þar inn.

Kristján ætlaði að vera í Gusti hálf tólf í gærkvöldi. Ég var orðin svo þreytt að ég varð að leggja mig um tíu. Svo hringdi bara síminn minn fyrir klukkan 23 og þá var Kristján alveg að detta í Gust. Úff ég þurfti því að drífa mig fram úr rúminu og fara út í kuldann.

Bylting teymdist eins og hundur af bílnum og inn um öll hlið og inn í hús. Það er ekki hægt að kvarta undan þessari elsku, ekki enn allavega! Hún var voðalega sátt að komast inn í stíuna sína, það beið meira að segja hey í stallinum. Ég reyndi að sýna henni vatnsskálina þar sem ég var smá hrædd um að hún myndi ekki fatta að fá sér vatn úr henni. Hún vildi samt ekkert fá sér neitt úr þessari skál svo ég dreif mig heim að sofa.

Lilja sendi mér svo sms í morgun og sagði að Bylting hefði verið mjög þyrst þegar hún kom í húsið. Hún hafði greinilega ekki náð að fá meira vatn í skálina þar sem hún er aðeins stíf. Við látum bara laga það. Að öðru leiti leit allt vel út og Bylting virðist hafa það gott, eins og prímadonnum sæmir.

En jæja.. ég er víst í vinnu.. ég fer svo í hesthúsið á eftir og heilsa upp á dömuna :)

Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377766
Samtals gestir: 43318
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:23:43

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar