Búin að klára bloggið á undan..
Dagurinn byrjaði á ræktinni í morgun.. ég var nú samt ógurlega þreytt. Það er svo gott að "þurfa" að keyra Atla í vinnuna.. þá fer ég í rætkina. Ef ég "þyrfti" ekki að keyra hann þá væri ég örugglega ekki dugleg að mæta á svona ókristinlegum tíma í sporthúsið.
Eftir vinnu fór ég upp í hesthús til Lilju. Hún er nefnilega með lykla að húsinu hans Villa dýralæknis en ég er að leigja pláss hjá honum. Lilja sýndi mér húsið og hvar drottningin mín ætti að vera þegar hún kemur. Við spjölluðum auðvitað aðeins, aðallega um hesta í þetta skiptið held ég. Signý á Balaskarði hringdi svo i mig til að láta mig vita að Kristján væri búinn að sækja Byltingu og allt hefði gengið vel. Kristján ætlaði líka að reyna að fara alla leið suður í kvöld en ég átti ekki von á hryssunni fyrr en seinnipartinn á morgun. Það gerði ekkert til fyrir mig, plássið hennar er búið að standa autt síðan um áramót þar sem Ótti hefur enn ekki skilað sér í bæinn. Hann átti að fá að halda plássinu heitu þar til Bylting kæmi inn.
Kristján hringdi svo og lét mig vita að hann kæmi í bæinn um hálf tólf... ég verð nú sennilega þreytt í fyrramálið. En það er líka gaman að geta tekið sjálf á móti henni. Bylting verður örugglega mjög fengin að fá fast undir fót enda búin að vera í 8 tíma á ferðinni þegar hún kemur til mín.