Mánaskál

24.02.2008 21:45

Helgi í Mánaskál, Bylting á leið í bæinn

Jæja þá er maður kominn heim úr sveitinni :)

Við fórum af stað eftir vinnu á föstudaginn og Skella fékk að koma með. Norðurferðin gekk vel fyrir sig, hálka en autt og enginn skafrenningur. Þegar við komum í Laxárdal var aðeins snjór á veginum, mátti í raun ekki vera mikið meiri fyrir okkur því við vorum bara á MMC Lancer. Á svona tímum vantar manni sko jeppann. Þetta gekk annars bara vel fyrir sig en það var auðvitað of mikill snjór í lautinni milli bæjarhólanna að við komumst ekki upp á hlað á bílnum. Þá ber maður bara dótið upp hólinn og kvartar ekki einu sinni. Það var ótrúlega tunglbjart svo við vorum ekki í neinum vandræðum með að sjá. Skella var auðvitað voðalega fegin að komast út úr bílnum enda var hún klárlega búin að átta sig á því hvert hún var komin. Henni finnst svo gaman að koma í Mánaskál, hún er auðvitað búin að koma þangað reglulega síðan hún var hvolpur og er sko drottning í ríki sínu þar til hins ítrasta. Við kyntum svefnherbergið mjög vel en samt vöknuðum við um nóttina og þurftum að kveikja aftur upp í gasinu. Þetta var aðeins og mikið af því "góða".

Á laugardagsmorgun var húsið enn mjög kalt eins og við er að búast. Ég dreif þá bara gasofninn í eldhúsið og byrjaði að hita þar. Við klæddum okkur svo bara vel og fórum út. Við sáum svo mikið af tófuförum þegar við komum í dalinn að við ákváðum að skoða aðeins í kring um okkur. Veðrið var ótrúlega gott -6° og stillt. Við fórum að veiðihúsinu og þar hafði bara verið traffík, nóg var af tófuförunum. Við röktum förin að gamni þar sem við ætluðum hvort sem er að ganga upp skarðið við Balaskarð. Við fórum ótrúlega langt þarna upp og gátum rakið förin alla leiðina, við gáfumst svo upp á endanum og röltum bara heim aftur enda getur tófa ferðast allt að 60 km og ansi mikil heppni að ganga fram á hana.

Þegar við komum niður kíktum við á stóðið í túninu í Balaskarði. Tryppin mín heilsuðu öll upp á mig en þó voru strákarnir mínir mannelskari.


Drungi










allt í einu orðinn "stjörnóttur"



Bylting




 


Myrkvi





Mér finnst alveg ótrúlegt að Drungi Klettssonur sé allt í einu stjörnóttur. Ég veit að hún er ekki stjór stjarnan hans en hún telur allavega 7 hár og það hlítur að gilda. Hver veit nema að ég breyti litnum á honum í Feng.. allavega ef starnan verður enn þarna í vor. Svona geta draumar ræst.. ég sem var orðin svo leið á því að Dimma gæfi mér bara brúna, einlita hesta.. mér finnst ég eiga þessa stjörnu inni :)

Eftir dýrindis kvöldmat fórum við í heimsókn til Signýjar og Magnúsar að Syðra Hóli. Það snjóaði þegar við fórum úteftir svo við stoppuðum ekki lengi, það var öruggara að koma sér heim á litla fólksbílnum sem ekkert drífur í snjó. 

Á sunnudag var -3° og gott veður. Við fórum fljótlega af stað út á Balaskarð til að handsama Byltingu. Við lokkuðum hana inn í fjárhús með brauði og heytuggu sem gekk bara furðu vel. Myrkvi og Drungi komu líka inn og við gáfum þeim ormalyf. Það var ekkert mál að taka þá og mýla. Bylting var ekki eins hrifin af því að láta taka sig en hún gaf samt undan strax. 

Við fórum svo bara heim og gengum frá því sem við gátum til að geta haldið heim á leið þegar við vorum búin að koma hryssunni frá okkur. Við kíktum líka á hyrnuna og mældum út það tún. Ég er alltaf að spá í að girða.. og þegar maður á meira að segja staurana þá fer þetta að verða ansi mikið sniðugt. Planið er að girða allavega eina girðingu í vor fyrir hrossin mín. Ég er búin að fá fullt af sjálfboðaliðum í girðingarvinnu svo ég hugsa að það verði girt á mettíma ef nóg er til af bjórnum :)

Við fórum svo út að Syðra Hóli aftur og fórum með Signýju og Magnúsi að Balaskarði til að setja Byltingu á kerruna. Þetta gekk allt bara ótrúlega vel en ég átti alveg eins von á því að hún myndi sýna okkur "hvað hún á sig sjálf" það veður nefnilega enginn yfir hana.. að henni finnst allavega. Þetta gekk allavega stórvel fyrir sig og hún var komin inn í hesthús hjá Magnúsi áður en ég vissi af. 

Við drifum okkur svo bara suður.











 

Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377766
Samtals gestir: 43318
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:23:43

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar