Mánaskál

18.02.2008 11:04

Febrúar hálfnaður

Jæja þá er enn einni vinnuhelginni lokið.. og einn einn mánudagurinn tekinn við :(

Það er ósköp fátt að frétta hjá mér held ég. Síðasta vika var viðburðalítil, nema að minnið sé að stíða mér :) Á föstudagskvöld hittumst við stelpurnar "með mökum" til að spila og djúsa. Konni hennar Ásu var reyndar sá eini sem mætti af "mökunum" og fær hann prik í kladdann fyrir það. Konni hennar Jennýjar var með strákinn sinn og því löglega afsakaður, Atli var svo að mála bæinn rauðann einhvers staðar. Ég var bara í rólega gírnum og keyrði stelpurnar í bæinn og fór svo heim að sofa. Þetta var bara fínt spilakvöld, ég og Sara systir Karenar og Dagnýjar rústuðum auðvitað þessu spili sem var tekið.. ég sem hélt að það væri verra fyrir okkur að einu 2 edrú manneskjurnar væru dregnar saman í lið. En svona er þetta.. þetta fulla lið er ekki nógu skarpt á móti okkur Söru.. ég held að það sé alveg á hreinu eftir þetta :)

Það stefnir í að þessi vika verði viðburðalítil einnig en næstu helgi verður gerð önnur tilraun til að fara í Mánaskál. Ég ætlaði auðvitað að fara norður þarsíðustu helgi en þá kom stormur.. hvað ætli gerist næst?? Ég kíkti á spána á mbl.. hún er ekkert frábær.. en það er nú bara mánudagur. Ég veit allavega að ég þarf að komast norður til að kíkja á hrossin mín, þetta gengur ekki lengur. Svo er ég farin að bíða eftir því að fá Bytlingu í bæinn til mín. Plássið hennar stendur bara autt þar sem Ótti hefur enn ekki skilað sér í bæinn. Ég sé ekki að hann sé á leiðinni og því kemur hann örugglega ekki alla leið suður, fer örugglega beint að Stokkseyri.
 
Það eru ýmis járn í eldinum varðandi Byltingu en eitt er víst að ég vil fá hana í bæinn, helst um mánaðarmótin. Núna þarf hún að byrja að vinna fyrir matnum sínum þessi elska.

en jæja.. ég þarf víst að vinna líka.. ég er svo auðvitað með myndir í vélinni minni sem detta inn við tækifæri :)
Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377704
Samtals gestir: 43315
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:01:16

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar