Mánaskál

08.02.2008 09:12

Nýtt blogg - loksins

Jæja ég sveik það að blogga í fyrrakvöld eins og ég ætlaði.. ég hafði alveg ágæta afsökun.. var þreytt :)

en já.. mál málanna.. þorrablót síðustu helgi!

Konni hennar Ásu veiktist á föstudagin síðasta sem var auðvitað tíbískt því loksin var komið að langþráðu þorrablóti á Kirkjubæjarklaustri. Við ætluðum að fara saman 3 frænkurnar og Konnarnir tveir en Ása og Konni heltust úr lestinni á síðustu stundu. Við fórum því bara 3 saman og vorum í ansi rólegum gír. Við vorum ferlega lengi að koma okkur út úr bænum, ég held barasta að ég hafi aldrei farið svona seint af stað áður. En mér var alveg sama, ég var ekki að keyra.. gat bara slakað á :)

Það var ótrúlega kalt þessa helgi, ég man bara varla eftir svona frosti.. brrrr Húsið í Hörgsdal var ótrúlega kalt, vatnslögnin frosin svo húsið var vatnslaus.. og ég hafið engann til að kúra hjá.. brrr

Á laugardeginum var geðveikt veður, kalt, stillt og sól.. bara æði. Atli og aðrir Klausturdrengir fóru á fjöll að leika sér á sleðum, hjólum, jeppum og snjóbrettum. Við Jenný og Konni dunduðum okkur í staðinn í nágreni Klausturs, tókum nokkrar myndir og áttum ágætann dag. Ása og hennar Konni komu svo seinnipartinn austur þar sem drengurinn var búinn að jafna sig á pestinni. Við vorum auðvitað eins og við erum vanar, að fíflast við eldhúsborðið í Hörgsdal þangað til tími var kominn til að taka sig til fyrir blótið.

Það var reyndar bankað upp á hjá okkur um 2 tímum fyrir blót.. stóðið var víst farið upp í heiði! Djö. Hrossin voru sett út til að viðra sig en girðingin við hesthúsið var komin af kaf svo hrossin gátu eiginlega bara farið þangað sem þeim langaði.. og allt í einu datt Brúnku gömlu að taka á rás með alla bjánana á eftir sér! Gamla fór víst með stóðið yfir ristarhlið hjá öðrum sumarbústaðnum og þar yfir girðingu og upp í heiði.. frábært.. og alveg að koma balltími :) Siggi dreif sig á eftir stóðinu á snjósleða og kom öllum niður með ótrúlega lítilli fyrirhöfn. Ég "stóð fyrir".  Ég hjálpaði honum svo að koma öllum fyrr inn í húsi og gefa nokkrum rolluskjátum í leiðinni.

Næst var það bara ballgírinn! Atli kom og sótti mig og ég fór í sturtu og svona hjá honum upp á Klaustri. Þegar ég var að taka mig til áttaði ég mig á því að ég gleymdi ballkjólnum í forstofunni í Hörgsdal.. ohh ekta ég.. kannski merki um að sleppa því að fara á ball.. en jæja.. eins og ég hafi einhvern tímann hlustað á svoleiðis. Siggi og stelpurnar komu svo með kjólinn þegar þau komu á Klaustur svo þetta reddaðist nú allt.

Gulla og Gústi voru í skemmtinefnd með m.a. Kristínu og Sigmari. Mér fannst skemmtiatriðin frábært, og það kom mér á óvart hvað ég var ágætlega inní málunum. Fyndnast af öllu fannst mér nú samt að Gulla og Gústi gerðu grín að sjálfum sér líka. Ein auglýsingin hljóðaði svo.. "Tengdadóttir óskast.. verður að vera komin fyrir sauðburð, Gulla og Gústi í Hörgsdal" haha mér fannst þetta ótrúlega fyndið.. og enn fyndnara er nú að Gulla fann einmitt tengdadóttur á ballinu.. sem er tilbúin að koma fyrir sauðburð.. en þá er bara spurning hvað Siggi segir um ráðahaginn. Mér skilst að þessi "tengdasóttir" sé meira að segja meira en lítið spennt og eiginlega bara búin að ráða sig hehe.

Ballið var frábært að mér fannst. Bjórinn var góður og Opal enn betra held ég. Svei mér þá.. ég held að ég hafi aldrei drukkið jafn mikið.. kannski er eitthvað samhengi á milli þess sem ég stækka..og þess sem ég get torgað af áfengi hehe.

.. eða kannski ekki... sunnudagurinn kom með allri sinni dýrð.. vá hvað ég var fáránlega veik. Ég var eins og ég hefði drukkið fullt baðkar af vodka.. oj bara. Ég fæ bara næstum því tár í augun af því að hugsa um þennan dag.. ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann orðið svona veik! Ég ældi fram yfir kvöldmat, hélt engu niðri, gat ekki fundið lykt af mat, með dundrandi hausverk og bara ógeðsleg í einu og öllu. Ég gat ekki einu sinni farið í bæinn með stelpunum! Ég var svo heppin að Ásgeir Páll var ekki á hraðferð í bæinn og fór í seinna fallinu, ég rétt gat druslast með honum suður. Ég veit nú samt ekki afhverju ég er að segja frá þessu þar sem það virðast allir hafa verið búnir að frétta þetta.. allavega fékk ég skot úr mörgum áttum :)

Mánudagurinn var skelfilegur líka, svokallaður "annar í þynnku". Ég mætti þó í vinnuna en ég var hvorki hundur eða köttur.. voðalega dapur starfsmaður :( Þessi dagur var með þeim furðulegri sem ég hef upplifað, það er ótrúlega skrítið að ganga um en finnast maður samt ekki vera til. Það er voðalega erfitt að lýsa þessari tilfinningu.. þeir sem vita hvað ég meina skila mig örugglega.

.. að öðrum málum.. Ótti er enn ekki kominn í bæinn og ég er farin að efast um að hann komi til mín. Ég er farin að hallast að því að hann fari bara beint til Gumma og Sjafnar í uppeldi. Eyjólfur hringdi loks til baka og ég fékk að vita það að hann veit ekki hvenær folöldin verða tekin undan, hann er þó á gjöf og undir daglegu eftirliti. Ég vona bara að þetta sé allt í góðum málum. Ég verð sko ekki kát ef hann er í lélegu holdafari.

Það styttist í að Bylting komi í bæinn en ég stefni á næstu mánaðarmót :) Úff þá kemur í ljós hvað ég er sleip í tamningunum. Ég veit reyndar að ég fæ góða aðstoð þar sem Lilja á nú svolítið í þessari hryssu. Lilja kannast líka við þessa primadonnuætt.. ef hún er óþekk.. þá kemur það auðvitað beint frá hennar hrossum en ekki hvað?

Við Atli ætluðum norður um helgina þar sem þetta er eina helgin í langan tíma þar sem ég kemst þangað. Mér sýnist ekki vera neitt ferðaverður.. en við eigum eftir að ákveða þetta samt.

Í gær var hittingur á Ruby tuesday í tilefni þess að Jenný átti afmæli síðasta laugardag.. þorrablótsdaginn mikla! Pabbi átti líka afmæli þann dag og mamma og pabbi áttu eins árs brúðkaupsafmæli :) Til hamingju m&p :)

Myndirnar eru enn allar í myndavélinni.. lofa að bæta úr því. Ég er með fullt af myndum frá þorrablótinu, svo er ég með myndir af "uppáhaldsmanneskjunniminni" í góðum gír og myndir frá Ruby tuesday í gærkvöldi.

.. en ég verð samt að sýna ykkur eina mynd.. málið er að það skilja ekki allir hvað ég er mikil hundamanneskja.. og hvað hundar eru í mínum augum..

.. sko það eru til fleiri sem eru eins og ég.. þó ég sé sérstök.. þá er ég ekki ein um það.. ég frétti nefnilega að litlum gutta sem átti tveggja ára afmæli og fékk "köku" og alles.. sem væri ekki frásögu færandi.. nema því..









































þetta er Tímon afmælisdrengur sem heldur með Man Unt.

Það er líka gaman að segja frá því að ég komst að því að ég er ekki ein um að vera skrítin í annari deild.. í gærkvöldi kom nefnilega í ljós að Konni hennar Jennýjar og Konni hennar Ásu eru alveg eins og ég.. með ofur næmann nafla!! Það má nefnilega ekki koma við naflann á mér og ef einhver slysast til að reka fingur þangað niður þá á sá hinn sami von á hnefa! Strákarnir eru semsagt alveg eins með þetta.. ótrúlega fyndið! Ég sem hélt að ég væri með supernafla. Ég fæ gæsahúð og hárin á hnakkanum rísa ef fólk er að tala um að pota í nafla og eitthvað svona.. oj.. ég bara ræð ekki við mig. Ég held að það hafi eitthvað gerst þegar naflastrengurinn minn var klipptur :) Héðan í frá er þetta semsagt kallað "tripple K syndrome".. Konni, Konni og Kolla hehe

Myndirnar eru væntanlegar..

Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 377766
Samtals gestir: 43318
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:23:43

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar