Mánaskál

31.01.2008 21:19

Myndir

Voðalega er ég ódugleg við að blogga.. en myndirnar eru allavega loksins komnar í tölvuna mína :)

Afmælið hennar Ásu Maríu..



Kúkadansinn lifir tímans tönn.. ekki að sjá að skvísan sé orðin þrítug !


Ég og Elvar Atli að dansa "kúkadansinn" .. gamall siður síðan á Suðureyri "back in the days"


Afmæli Önnu Marínar...

Ég fór í annað þrítugsafmæli á dögunum en hún Anna Marín fyrrverandi slysógella varð þrítug. Hún bauð í party út í sveit á Álftanesi og var vel mætt eins og vanalega. Hún tók á móti gestum og gangandi í plast hjúkkugalla og tók sig vel út.




Árshátíð Icelandair...

Við fórum á árshátíð sl. helgi í Laugardalinn. Þetta er ótrúlega stórt battery og mikið lagt í þetta. Skemmtiatriðin voru svona upp og niður en í heildina var þetta bara fínt. Þegar stefnan var tekin á miðbæinn vandaðist málið þar sem það var kominn bylur og enga leigubíla að fá. Einhverjar hetjur mynduðu röð fyrir utan laugardalshöllina en mér datt sko ekki í hug að standa úti í hríð og skafrenningi á kjól! Þetta endaði svo að bestasta besta frænka mín hún Karen kom og sótti okkur Atla og keyrði okkur heim. Við hættum við að fara í bæinn þar sem það var ekki gott leigubílaútlit fyrir nóttina.



Enn hef ég ekkert frétt af Ótta, þrátt fyrir að hafa reynt að ná í Eyjólf til að fá fréttir. Mér stendur orðið ekki á sama um folann þar sem tíðin hefur alls ekki verið góð. Ég er svo á leið út úr bænum um helgina og þarf því að vita það núna en ekki á morgun eða hinn hvort hann komi í bæinn um helgina! Lilja vinkona er líka að fara út úr bænum svo ég er í vondum málum ef hann skyldi allt í einu koma í bæinn núna.

Það er semstagt tekin stefnan á þorrablót á Klaustri sem er einn af hápunktunum hjá okkur frænkunum. Gulla er búin að raða okkur saman á borð og þetta verður örugglega rosalega gaman. Gulla og Gústi eru í skemmtinefnd sem gerir þetta extra skemmtilegt fyrir okkur stelpurnar. Konnarnir verða með í för.. haha já það er víst enn hægt að hlæja að þessu.. systurnar Ása og Jenný eiga báðar kærasta sem heita Hákon og kallaðir Konni!! Engin smá samkeppni á þessum bæ.. maður verður nú að passa að fá allt eins og systir hehe!

Ég stefni enn á að fara norður næstu helgi þar sem Miami ferð Atla er dottin uppfyrir. Atla datt nú meira að segja dottið í hug að taka með og það er ótrúlega góð tilhugsun í kuldanum hérna heima. En ferðin datt úpp fyrir og það þýðir ekkert að gráta það. Ég er líka ótrúlega spennt að fá að sjá tryppin mín og komast í sveitina.

Jæja.. nóg komið í bili.. fréttir væntanlegar eftir þorrablót :)


Flettingar í dag: 1103
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 346
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 336667
Samtals gestir: 40383
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 10:27:47

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar