Mánaskál

24.01.2008 11:28

Jæja, kominn tími á blogg!

Ótti er enn ekki kominn í bæinn og ég hef ekkert heyrt.. alveg ótrúlegt. Ég er farin að halda að hann sé svo flottur að honum verði bara ekki skilað. Það er kannski bara líklegasta skýringin :)

Ég er búin að kaupa mér ógurlega sæta skó fyrir árshátíðina um helgina og svo er auðvitað þorrablót líka helgina þar á eftir. Reyndar er Atli orðinn eitthvað slappur svo kannski verður ekkert farið á árshátíð um helgina. Það gerir þá ekkert til.. það kemur þorrablót eftir það. Ég er að leita að sjali sem passar við kjólinn minn og gengur illa.. svo ef einhver á svart sjal þá vil ég endilega fá það lánað :)

Ég er búin að fá fréttir af tryppunum mínum fyrir norðan. Þau eru komin heim á bæ hjá Signýju og komin á gjöf. Ég er auðvitað voðalega glöð að heyra þetta þar sem ég var komin með óþægindi í magann yfir þeim. Mér heyrðist á Signýju að hún og Magnús hefðu þurft að hafa svolítið fyrir þessu og lent í ævintýrum í leiðinni. Ég vona bara að ég geti hjálpað þeim eitthvað í næsta stríði í staðinn. Mér finnst voðalega gaman að hestastússast en maður hefur bara of sjaldann tíma í það. Þetta á nú vonandi eftir að breytast. Ég stefni á að fara norður aðar helgina í febrúar og hlakka mikið til að kíkja á bangsana mína :)

Mér gengur ekkert að koma myndunum mínum á netið.. ég held að ég verði að fara að kaupa mér nýja tölvu.. þá fara hlutirnir örugglega að gerast. Allt er þetta samt í vinnslu.

Ég var að vinna síðustu helgi sem var ekki frásögufærandi nema að ég flaug á hausinn þegar ég mætti í vinnuna á laugardag. Það var svo mikill snjór og lítið rask bak við hús svo ég vandaði mig að ganga í fótsporunum sem voru þarna fyrir. Einhvern veginn tókst mér að stíga aftan á hælinn á vinstri fæti og fljúga framfyrir mig.. með tilþrifum!! Sem betur fer var fallið ekki hátt og lendingin mjúk. Ég hefði svo viljað sjá þetta gerast þar sem ég datt eins og litlu börnin þegar þau detta.. beint á andlitið! Ég stóð svo upp ógurlega hissa og skömmustuleg og dauðfegin að enginn sá til mín.. nema hvað að ég lít beint framan í Lólý systir. Hún var þarna með Kidda að versla og stóð akkúrat í bakdyrahurðinni og sá snjókallinn koma! Ég var þakin snjó frá tám og upp á haus og handtaskan mín stúfull af snjó! Þetta kennir mér sko að hafa töskuna ekki alltaf opna! 

Annars er ég farin að hallast að því að það sé eitthvað orðið að mér. Ég er eitthvað svo mikill klaufi allt í einu. Ég datt í vinnunni síðustu helgi og svo var ég ógurlegur klaufi í innpökkunum, bara eins og hendurnar vildu ekki gera eins og ég bað.. gat varla bundið almennilega slaufu stundum... og til að toppa allt þá hrasaði ég í stiga í vinnunni í gær og var næstum því búin að drepa mig! Án gríns það hefði þurft sjúkrabíl til að skafa mig upp úr gólfinu ef þetta hefði ekki sloppið fyrir horn. Ég var að koma niður úr mat með Svanhildi geyjinu sem fékk algjört taugaáfall þegar ég flaug af stað. Við gengum niður af þriðju hæð og þegar við vorum að leggja af stað niður síðustu hæðina þá rann ég eitthvað til og hentist niður stigann. Sem betur fer náði ég að grípa í handriðið og bjargaði mér fyrir horn en ég fór sko head first niður stigann! Svanhildur fékk taugaáfall en ég hló :)  Ég hlít að hafa stigið í bleytu eða eitthvað.. en þetta var alveg kostulegt.. á hælum og alles :)

Ég fékk sendar myndir af Mánaskálar Degi sem fór til Hollands um daginn, er alltaf á leiðinni að skanna þær inn og setja á netið. Sama með Mánaskálar Dögun sem fór til Danmerkur. Svo tók ég sjálf myndir af Dropa sem ég þyrfti að henda inn aftur. Ég þarf endilega að fara að setja þetta inn á hundasíðuna mína sem ég er algjörlega búin að vanrækja www.manaskal.islenskurfjarhundur.com Þetta kemur með tíð og tíma.

Ég er nú örugglega að gleyma einhverju en þetta gerist bara alltaf þegar maður dregur það að blogga.. reyni að vera duglegri :)

Flettingar í dag: 1103
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 346
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 336667
Samtals gestir: 40383
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 10:27:47

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar