Mánaskál

05.01.2008 22:34

Gleðlilegt nýtt ár

Jæja þá er víst komið árið 2008.. og ekki yngist maður við það!

Andskotans djöfulsins hvað ég hata þessa tölvu!!!!!!!! Ég var búin að gera langt og stórt blogg með fullt af myndum þegar helvítis tölvan klúðraði því!!! ARG!!! Ég sem var búin og ætlaði að fara að sofa!!!! AAARRGGG!!!!!!!!!!!!

Jæja þá.. ég geri þá aðra tilraun.. með hangandi haus og meira til!!!

Eins og áður kom fram þá fór Atli austur á annan í jólum en ég var að vinna milli jóla og nýárs. Ég var í fríí helgina fyrir áramótin og ákveðið var að fara austur og eyða áramótunum á Klaustri. Ég ætlaði að fá far austur á sunnudag en var mikið að spá í að skella mér bara á laugardegi þar sem ég var í fríí og hafði í sjálfu sér ekkert að gera. Það spáði stormi á landiu öllu aðfaranótt sunnudags og allan sunnudaginn svo ég ákvað að drífa mig bara af stað austur um kvöldmatarleyti á laugadag. Ég hefði nú frekar farið fyrr um daginn því veðrið náði í rassinn á mér undir eyjafjöllunum og það var sko ekki skemmtilegt. Ég sótti fyrst á Selfoss flugeldasýninguna fyrir jörgunarsveitina Kyndil á Kirkjubæjarklaustri en hún gleymdist víst. Ég lagði því af stað í brjálæðið með fullan bíl af flugeldum! Veðrið fór að versna við Landeyjarnar og snarversnaði þegar ég kom undir eyjafjöllin. Það ringdi ofan í svellið og ég hélt að sumar vindhviðurnar myndu koma mér af veginum. Ég keyrði auðvitað hægt þar sem ég réð ekkert við bílinn. Ég var ótrúlega þakklát fyrir glænýju vetrardekkin mín en dauðsá eftir því að hafa ekki fengið mér nagladekk sem ég ætlaði að gera þar til ég var töluð ofan af því. Þetta kennir mér bara að gera það sem ég ætla að gera, ekki það sem aðrir vilja að ég geri. Á einhvern ótrúlegann hátt komst ég alla leið á Klaustur, dauðfegin að vera á lífi.. og rosa ánægð að vera komin í sveitina.

Það var skítaveður á öllu landinu á sunnudeginum og því miður var Klaustur ekki undanskilið. Reyndar var örugglega skárra verður hjá okkur en hjá flestum öðrum.. enda er hvergi betra að vera en á Klaustri. Það var því frekar fátt gert þennan dag enda varla verandi úti fyrir roki og rigningu.

Gamlársdagur var frekar rólegur líka, fórum aðeins í heimsókn til Gulla í Fagurhlíð og ég fór svo í heimsókn í Hörgsdal. Það er búið að taka hestana á hús í Hörgsdal og ég varð auðvitað að kíkja á þá. Vá hvað ég verð að fara að taka inn hross og fara að gera eitthvað.. hlakka rosalega til!

Gamlárskvöld var ósköp notalegt. Við vorum í Jónshúsi með foreldrum Atla og Sissa og foreldrum hans. Þetta var allt eins og það á að vera, góður matur, brenna og áramótaskaup. Þegar skaupið var búið fóru strákarnir upp í fjall til að breyta skiltinu. Í brekkunni fyrir ofan þorpið er ljósaskilti með ártalinu. Þessu er alltaf breytt á miðnætti með öllu tilheyrandi. Ég held að Atli og pabbi hans hafi byrjað á þessu og sjái alfarið um þetta. Þetta hefur allavega verið í mörg ár og er voðalega skemmtilegt að sjá þetta.


fyrir miðnætti.. enn 2007


2008

Strákarnir komu svo niður og byrjuðu að sprengja frá sér allt vit. Þeir voru með ótrúlegt magn af flugeldum og svei mér þá held ég að þeir hafi keypt upp lagerinn hjá björgunarsveitinni. Ég fékk meira að segja flugelda frá björgunarsveitinni fyrir það að hafa komið með flugeldasýninguna með mér austur. Ég á alla mína flugelda ennþá.. svo endilega bjóðið mér í party :P


Atli byrjaður að skjóta upp



Nýársdagur var ekkert rosalega góður fyrir mig þar sem þynnkupúkinn heimsótti mig hressilega í morgunsárið. Ég man ekki hvenær ég varð síðast svona veik. Ég þarf eitthvað að endurskoða hvítvínið, kampavínið og bjórinn á sama kvöldinu.. nú eða magnið.. eitthvað er það. Þegar höfuðverkurinn loksins hvarf gat ég farið að taka dótið mitt saman og koma okkur af stað í bæinn. Ferðin heim var svo rosalega skemmtileg :)

Ég er að vinna í blómabúðinni núna um helgina og svo var planið að fara norður í Mánaskál næstu helgi. Það gæti farið á annan veg þar sem ég náði loksins í þann sem keypti Dimmu og er þar af leiðandi með Ótta minn. Ég er búin að reyna að ná í hann í marga daga og náði loksins í skottið á honum í dag og komst að því að ég verð að sækja hann austur á laugardaginn.. akkúrat þegar ég ætlaði að vera í Mánaskál. Það hefði verið fínt að vita þetta með góðum fyrirvara! Ég er búin að hringja í Kristján hestabílstjóra og er að vona að hann geti flutt Ótta í bæinn fyrir mig næstu helgi og einhver tekið á móti honum svo að ég geti farið norður eins og stóð til.

Lilja er búin að redda mér plássi hjá Villa í Gusti. Til að byrja með verð ég með Ótta hjá honum en ég sendi hann svo austur til Gumma fer að þrengjast í húsinu. Þá er kominn tími til að taka fröken Byltingu í bæinn og byrja að temja hana. Það er of mikið að hafa Byltingu í bænum heilan vetur þar sem hún er bara á 4. vetur svo það hentar vel að nýta plássið svona fyrir þau bæði. Ég hefði helst viljað vera í Heimsenda en ég tími bara ekki að borga fyrir heilt pláss fyrir Byltingu en nota það svo bara hálfan veturinn.

Ég veit að það verða fullt af fínum hrossum í húsinu og þar á meðal er hann Glámur frá Hofsósi.. það verður nú freistandi að "missa" Byltingu út í gerði til hans í vor því Glámur er enn með kúlurnar góðu.


Glámur á ísnum

Ég er örugglega að gleyma einhverju sem var búið að koma fram í upprunalega blogginu.. en svona er þetta bara.. þegar maður tínir heilu bloggi þá fer allur andi úr manni!

Flettingar í dag: 1269
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 346
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 336833
Samtals gestir: 40385
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 10:51:48

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar