Mánaskál |
|
19.12.2007 14:395 dagar til jólaNúna styttist aldeilis í jólin, 5 dagar í hátíðina. Ég er enn hætt að reykja og alveg að verða búin með jólagjafainnkaupin. Jólin mega bara bráðum koma.. svona þegar ég er búin að kaupa síðustu gjöfina, búin að fara í klippingu og svo framv. það er sko nóg að gera þessa síðustu daga! Ég fór í ræktina í morgun og í síðustu mælinguna á þessu ári. Ekki er ég nú mjög kát með afrekið.. búin að þyngjast, fitna og stækka síðan í haust þrátt fyrir lágmark 3 skipti á viku í ræktinni. Ég hef nú heldur ekki étið svona mikið á þessum tíma, eða það finnst mér ekki! Ég er nú reyndar alltaf svöng eftir að ég hætti að reykja en ég er samt ekki að háma í mig nammi.. hef bara svolítið meiri matarlyst.. hvað getur maður eiginlega gert. ARG hvað þetta er pirrandi! Í kvöld eru litlu jólin hjá okkur frænkunum. Ætlum að hittast hjá Karen, borða saman, hlusta á jólalög og eitthvað fleira skemmtilegt. Svo verður auðvitað skipst á litlum pökkum í tilefni dagsins.
Flettingar í dag: 2 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 489 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 377555 Samtals gestir: 43310 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 00:40:04 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is