Mánaskál

18.12.2007 22:42

Dottin í hestana :)

Jæja verð bara að henda inn myndum af okkur Jörð. Ég fór semsagt í hesthúsið til Lilju í kvöld og við skelltum okkur í reiðtúr. Vá hvað þetta var gaman! Lilja mín passaði sko líka upp á að ég fengi gott hross undir rassin, þessi hryssa er mjög skemmtileg.







Ég er smá hissa hvað Lilju gekk vel að taka myndir af okkur á endanum. Hún hló svo mikið á tímabili að myndirnar voru ekki í fókus. Ég var nú nánast farin undir kvið á hryssunni þegar ég fór á bak aftur því hnakkurinn var orðinn laus.. frekar fyndið! Ég er nú alveg farin að finna fyrir því að ég er ekki tvítug lengur og það er erfitt að brussast svona.

Ohh þetta var æðislegt, skiptir líka svo miklu máli að fá svona skemmtilegt hross undir hnakkinn. Jörð er rosa fín þó að hún hafi nú þurft að flýta sér aðeins á köflum.

Flettingar í dag: 320
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 790
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 378663
Samtals gestir: 43364
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 15:37:06

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar